Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 20
146 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
.IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!
hinna allra frumlegustu spendýra, Allóthería, sem ég hefi
minnst á áður. Spendýraættbálkurinn Allóthería lifði á Miðöld
jarðar, en lög þessi, sem ég minntist á, eru frá byrjun Nýju ald-
arinnar. Heimkynni þessara spendýra hefir verið svo að segja
allt Norðursvæðið, en ekki hafði ríki þeirra staðið lengi, þegar
nýir ættbálkar fóru að koma fram, eins og greinar á gamla
20. mynd. Jakuxi (Bos grunniens). Ca. 3V2 m. á lengd.
stofninum, eins og forboði nýrra og breyttra tíma. Þannig kom
til dæmis fram í Norður-Ameríku flokkur spendýra, sem átti
þau örlög framundan, að geta af sér bæði skordýraætur og leð-
urblökur, er síðar skyldu dreifast um allan hnöttinn, eftir að
forfeður þeirra voru hnignir til moldar. Annar flokkur mynd-
aðist sem fyrsta byrjun rándýra, sela og hvala, sá lifði bæði
vestan hafs og austan á meðan hans naut við. Þá myndaðist
einnig flokkur, sem seinna gat af sér bæði hófdýr og klaufdýr,
auk flokka, sem nú eru úr sögunni, en einu sinni stóðu með
miklum blóma. Svona mætti halda áfram að telja, en þessi
dæmi eru tekin til þess að sýna, hvernig hinn norræni heimur,
sem ég hefi kallað Norðursvæðið,hefir borið gæfu til þess að ala
í skauti sínu marga þeirra ættbálka spendýra, sem nú ber mest
á í heiminum. Á Nýju öldinni hefir dýralífið í Vesturheimi og
Austurheimi verið miklu líkara í báðum heimsálfunum, eða
rétttara sagt, beggja megin Atlantshafsins, en það er nú, en
þetta bendir á, að betra samband hafi þá verið á milli álfanna
en nú er. Sú skoðun hefir verið látin í Ijós, og því verður ekki
neitað, að hún hafi við rök að styðjast, að landbrú hafi á önd-