Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 42
168 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiimiimimimiiimiimiimiimMimiMimiiiimmMimiiimmiiimiiiiiimiiiiiiiimmimmiiiiiiiimiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiMiii Víðidalur í Lóni. Þáttur úr gróðrarsögu. ínngangur. íslenzk náttúrurannsókn er ung. Þau viðfangsefni, sem við er þreytt eru oftast ný, og sjaldan hægt að leita til undanfarandi rannsókna um samanburð. Enda þótt svo sé, þá eru oftast hinar eidri frásagnir svo mjög á reiki, að nota verður þær með hinni mestu varfærni. Einkum á þetta sér stað, þegar um einstæða rann- sókn er að ræða. Hinir eldri náttúrufræðingar hafa, eins og sjálf- sagt var, unnið mest að því að skapa heildarþekkingu yfir nátt- úrufar landsins, og um leið skapað umgjörð og grundvöll fyrir þær sérrannsóknir, er síðar hlutu að koma. Það sem hér hefir verið sagt um náttúrufræðina í heild, á ekki síst við um grasafræðina. Enda þótt vér eigum þar traust undir- stöðurit og ýmsar ágætar heildarrannsóknir, er sárafátt um sér- stæðar athuganir, og frásagnir, sem hægt er að reisa á gróðrar- sögulega rannsókn, næstum engar. Auðvitað göngum vér ekki að því gruflandi, að byggðin í landinu hefir haft mikil áhrif á gróðr- arfar þess, bæði til ills og góðs. Ræktunin hefir, þar sem hún nær til, oft breytt auðn í frjósamt land, en hins vegar hefir rányrkj- an, sem vér allaf höfum stundað, breytt mörgum frjósömum bletti i blásinn mel. Vér höfum fulláreiðanlegar heimildir fyrir því, hvernig skógar hafa eyðst, og land blásið upp. En vér vitum líka, að auðnirnar hafa sums staðar gróið, ýmist af sjálfu sér eða mannshöndin hefir komið þeim til hjálpar. En með þessu er líka þekkingu vorri oftast lokið. Ég ætla í ritgerðarkorni þessu, að gera að umtalsefni gróður- farsbreytingarnar, sem orðið hafa á eyðibýli einu upp til fjalla, á tiltölulega skömmum tíma. Hér vill svo vel til, að fyrir hendi er gróðurfarslýsing náttúrufræðings, Þorvaldar Thoroddsens, sem sjálfur gat séð stórfeldustu breytinguna, er þarna gerðist fyrstu árin eftir að land var numið. Síðan bæti ég við söguna því, sem ég fékk ráðið af gróðurathugunum mínum þar, nokkrum ára- tugum eftir að býlið lagðist aftur í eyði. Eyðibýli þetta er Grund í Víðidal upp af Lóni í Austur-Skafta- fellssýslu. Bærinn liggur í þröngri dalkvos, sem umkringd er há- um fjöllum og bröttum. Torfært er þaðan og langt til næstu mannabyggða. Einna stytzt er niður að Stafafelli í Lóni, en á þeirri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.