Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 42
168 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiimiimimimiiimiimiimiimMimiMimiiiimmMimiiimmiiimiiiiiimiiiiiiiimmimmiiiiiiiimiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiMiii Víðidalur í Lóni. Þáttur úr gróðrarsögu. ínngangur. íslenzk náttúrurannsókn er ung. Þau viðfangsefni, sem við er þreytt eru oftast ný, og sjaldan hægt að leita til undanfarandi rannsókna um samanburð. Enda þótt svo sé, þá eru oftast hinar eidri frásagnir svo mjög á reiki, að nota verður þær með hinni mestu varfærni. Einkum á þetta sér stað, þegar um einstæða rann- sókn er að ræða. Hinir eldri náttúrufræðingar hafa, eins og sjálf- sagt var, unnið mest að því að skapa heildarþekkingu yfir nátt- úrufar landsins, og um leið skapað umgjörð og grundvöll fyrir þær sérrannsóknir, er síðar hlutu að koma. Það sem hér hefir verið sagt um náttúrufræðina í heild, á ekki síst við um grasafræðina. Enda þótt vér eigum þar traust undir- stöðurit og ýmsar ágætar heildarrannsóknir, er sárafátt um sér- stæðar athuganir, og frásagnir, sem hægt er að reisa á gróðrar- sögulega rannsókn, næstum engar. Auðvitað göngum vér ekki að því gruflandi, að byggðin í landinu hefir haft mikil áhrif á gróðr- arfar þess, bæði til ills og góðs. Ræktunin hefir, þar sem hún nær til, oft breytt auðn í frjósamt land, en hins vegar hefir rányrkj- an, sem vér allaf höfum stundað, breytt mörgum frjósömum bletti i blásinn mel. Vér höfum fulláreiðanlegar heimildir fyrir því, hvernig skógar hafa eyðst, og land blásið upp. En vér vitum líka, að auðnirnar hafa sums staðar gróið, ýmist af sjálfu sér eða mannshöndin hefir komið þeim til hjálpar. En með þessu er líka þekkingu vorri oftast lokið. Ég ætla í ritgerðarkorni þessu, að gera að umtalsefni gróður- farsbreytingarnar, sem orðið hafa á eyðibýli einu upp til fjalla, á tiltölulega skömmum tíma. Hér vill svo vel til, að fyrir hendi er gróðurfarslýsing náttúrufræðings, Þorvaldar Thoroddsens, sem sjálfur gat séð stórfeldustu breytinguna, er þarna gerðist fyrstu árin eftir að land var numið. Síðan bæti ég við söguna því, sem ég fékk ráðið af gróðurathugunum mínum þar, nokkrum ára- tugum eftir að býlið lagðist aftur í eyði. Eyðibýli þetta er Grund í Víðidal upp af Lóni í Austur-Skafta- fellssýslu. Bærinn liggur í þröngri dalkvos, sem umkringd er há- um fjöllum og bröttum. Torfært er þaðan og langt til næstu mannabyggða. Einna stytzt er niður að Stafafelli í Lóni, en á þeirri

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.