Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 16
142 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
■ I111111111111 ■ 1111111 ■ 1111111111111 ■ 1111 i 11111111111 ■ 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ 111111111 ■ m i ■ 111111111111 ■ 1111111111111111111 *
Um útbreiðslu dýranna á jörðinni.
Niðurl.
Allt öðru máli er að gegna með klaufdýrin. Þau hafa allan
nýja tímann verið að smáþroskast, og aldrei hafa þau staðið
með meiri blóma, né tegundirnar verið fleiri en einmitt nú á
okkar dögum. Þau eru, eins og hófdýrin, komin af mjög frum-
legum flokki spendýra, sem lifðu snemma á Nýju öldinni í Norð-
ur-Ameríku og Evrópu, en féllu sjálf í valin, eftir að hafa get-
ið af sér fyrstu liðina til hófdýra og klaufdýra, og falið örlög
þeirra ókomna tímanum. Báðir flokkarnir hafa tekið örum
17. mynd. Hreindýr (Rangifer tarandus). Rúml. 2 m. á lengd.
framförum, eftir því sem tímar liðu, á ýmsum stöðum svæðisins
hafa myndast ættir þær, sem nú eru uppi, flestar ef ekki allar.
Snemma á Nýju öldinni hafa verið svín í Evrópu, fyrstu svín
heimsins, þar hefir vagga þeirra staðið, og þaðan hafa þau
dreifzt um víða veröld, þar sem kjörin voru þeim hagstæð, nema
til Ástralíu. Síðan hefir þeim fækkað aftur í kaldari löndum,
í Nýja heiminum eru nú engin svín, en í sunnanverðri Evrópu,
Litlu-Asíu, Norður-Afríku, Rússlandi og vestanverðri Asíu lifir
ennþá ein tegund, sú sem almennt er nefnd villisvínið. Á hinn
bóginn halda svínin ennþá velli í heitu löndunum víða, eins og
fyrr er getið, en þaðan eru þau komin frá Evrópu í upphafi. Tal-
ið er að villisvínið í Evrópu sé ættmóðir tamda svínsins, sem
steinaldarþjóðir Evrópu höfðu að húsdýri, en svín það, sem
haldið er nú á dögum, er blandað blóði frá Asíu. í Asíu eru til