Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 44
170 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiminiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiM
'phorum polystachium), stargresi og harðvellisblettir með töðugresi
og stórgerðum grávíði og rauðvíði (Salix glauca og S. phylicifolia)
innan um. Það er helzti viðurinn hér í dalnum, og er hann að
kalla má um hann allan. Yzt í dalnum er birkiviður (Betula pabe-
scens), en smærri, og einibúskar (Juniperus communis) innan um.
Einnig er hér mikið af hvönn og hvannarnjólum, en mest á grund-
inni kringum bæinn, innan um rauðvíðinn og grávíðinn. Hæstu
víðihríslurnar ná manni vel í mitti og gnæfa hvannanjólarnir
upp úr þeim. Þeir hæstu ná manni vel í öxl.1)
Þeir Víðidalsbændur höfðu sauðfjárbú allmikið, en eins og sjá
rná af framanrituðu voru engjar sáralitlar, og varð því mest að
treysta á beit. Árin liðu, og 1894 kom Þorvaldur Thoroddsen á ný
í Víðidal. Þá lýsir hann þeirri breytingu, sem orðið hafði á þess-
um 12 árum svo: „Landið, þar sem gróðurinn fyrr var mestur,
var nú orðið víðáttumikið tún, vaxið grastegundum hins ræktaða
lands. Þótt túnið sé stórt, þá fást aðeins af því 64 vættir á ári,
þar sem tún af sömu stærð í lágsveitum landsins mundi gefa af
sér 240 vættir. Grasið er gisið, og sést í mold á milli stráa. Jarð-
vegur allur er fullur af víðitágum og hvannarótum. Gamli gróð-
urinn mundi þess vegna sennilega brátt vaxa upp aftur, ef bær-
inn leggðist í eyði. f bæjarveggjunum vaxa litlar grá- og gulvíði-
liríslur út úr hnausunum. Vegna hinnar miklu fjárbeitar hefir
öllum gróðri í dalnum hnignað. Hinn þróttmikli gróður er með
öllu horfinn, engar hávaxnar plöntur sáust framar, víðirunnarnir
eru smávaxnari og jarðlægari en fyr, sakir þess, að féð hefir
bitið ofan af þeim“2).
Þessar frásagnir þurfa ekki langra skýringa. Þær tala sínu
máli um það, hver áhrif mannabyggð hefir á frumgróður lands-
ins, þar sem gróðurinn á erfitt uppdráttar, sakir staðhátta. í tún-
inu sjálfu sjáum vér, hvernig ræktunartilraunin hefir eytt frum-
gróðrinum, án þess þó að túngrösunum hafi fyllilega tekizt að
ieggja landið undir sig. Þótt byggð hefði haldist þarna lengur
en raun varð á, er óvíst hvort tekizt hefði að græða þarna upp
viðunanlegt tún. Hitt má þó telja nokkurn veginn víst, að hefði
byggð haldizt, þá hefði gróðrinum utan túns hnignað stórkostlega,
sakir beitarinnar, unz beitilandið hefði verið að fullu upp urið.
Thoroddsen lýsir því ekki mörgum orðum, en þó nægilega, til
1) Austri 1884, bls. 225—226.
2) Þ. Th.: Ferðabók III, bls. 269—270, og Botany of Iceland I, bls. 297—98.