Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 60
186 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiimmiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiimmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiMimiiiiiiiiiiiiimii
Ferðir íslendinga tii Ameríku í fornöld.
Það eru til sögulegar heimildir fyrir því, að sumir forfeður
vorir hafi til forna lagt leið sína frá Grænlandi til Ameríku. Nú
virðast náttúrufræðileg sönnunargögn ætla að bætast við. Árið
1932 var danski jurtafræðingurinn, Dr. Johs. Iversen, á ferð í
Grænlandi, og kom þá meðal annars til staðar þess innst í Godt-
haab-firðinum, sem nú heitir Nunatarssuak. Staðurinn er nú mjög
afskekktur og illt að komast þangað, vegna þess að hann er á þrjá
vegu umluktur jöklum, og á þann fjórða ísi fylltum firði, enda
langt frá manna bústöðum. Iversen fann nú þarna plöntu, sem
aldrei áður hefir fundizt í köldu löndunum. Hún telst til lilju-
ættarinnar, og heitir á latínu Sisyrhynchium angustifolium, en
næsti staðurinn, sem hún er til á, er á Nýfundnalandi, um 1700
km sunnar. Nú er þannig háttað með jurt þessa, að því er Iver-
sen segir í Naturhistorisk Tidende (1938, bls. 114), að hún er all
hitasækin, og getur því ekki hafa lifað þarna meðan á ísöldinni
stóð, því enda þótt þá kunni að hafa verið auðir blettir á Græn-
landi, eins og verður að gera ráð fyrir, þá hefir hitinn ekki verið
nægilega mikill, að dómi Iversens, til þess að hún gæti þrifizt.
Af því leiðir, að hún hefir hlotið að berast til Grænlands á einn
eða annan hátt eftir ísöldina. Með fuglum eða vindi geta fræin
ekki borizt, til þess eru þau of þung, og að öllu leyti illa til þess
fallin. Með straumum hefir tegundin eigi heldur átt auðsótt með
að komast frá Ameríku til Grænlands, þar sem hafstraumar við
Austurströnd N.-Ameríku liggja til suðurs, en ekki til norðurs.
Þá er eftir sá eini möguleiki, að jurtin hafi borizt með mönnum.
Þótt einhverjar samgöngur hafi verið milli N.-Ameríku og Græn-
lands í seinni tíð, þá er óhugsandi, að plantan hafi flotið í þeirra
skjóli, vegna þess, að staðurinn, þar sem hún vex nú, er algerlega
einangraður og hefir verið það, síðan saga Grænlands hófst að
nýju. Eini möguleikinn, sem þá er eftir, er sá, að plantan hafi
borizt með Ameríkuförum í fornöld.
Það er kunnugt, að margar plöntur hafa borizt frá Evrópu til
Grænlands (einkum sem fræ í heyi) með víkingunum á söguöld-
inni. Um hitt hafa jurtafræðingar deilt, hve margar af Evrópu-
tegundum Grænlands séu komnar þangað á þennan hátt. Þeir,
,sem lægst geta, telja 6 tegundir, en hinir, sem hæst fara, tilgreina