Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 14
140 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll111111111111111111111111111111111111111111111llllllllllllllll"lllll'lllllllllllIIIHlllllllt
unda sumarið að byrja, og aldrei hefir þorskinum liðið betur,
en einmitt nú. Aldrei hefir hann verið jafn vel undir allt búinn
og jafn fús til að bregða á leik eins og einmitt núna, nú er
hann að komast á bezta aldur, en samfara því, er eins og grípi
hann einhver óljós hneigð til þess að komast eitthvað burt, ein-
hver óljós þrá virðist knýja hann að óþekktu marki. Fáir af fé-
lögum hans fara á grunnmiðin í ár, flestir eru haldnir sömu þrá
og hann sjálfur, þeir synda og synda með stuttum hvíldum, en
láta þó einskis ófreistað til þess að afla sér hvaða fæðu sem
er. Þegar tekur að hausta í áttunda sinn, hafa þeir þrátt fyrir
allt ferðalagið safnað að sér mikilli forðanæringu. Þeir kenna
ekki lengur þeirrar deyfðar, sem vön er að grípa þá á haustin,
eða þeir svara henni að minnsta kosti á annan hátt en nokkurn
tíma fyr. í stað þess að leita niður í djúpin og bíða þar af sér
veturinn, halda þeir stöðugt áfram ferð sinni, hlið við hlið,
enginn vill verða eftirbátur hinna, enginn vill gefast upp. Og
eðlishvötin, sem hefir knúið þá af stað í þetta ferðalag, hefir
séð svo um, að eftir því, sem ferðinni er haldið lengur áfram
komast þeir í hlýrri og hlýrri sjó, lífsfjörið sljóvgast því ekki
vegna kulda, en fgrðinni er stöðugt haldið áfram. En smátt og
smátt fer að draga úr ferðaþránni, það er eins og umhverfið
sé að verða betur og betur í samræmi við þorskana, enda eru
þeir nú orðnir þreyttir eftir allt þetta strit og fegnir að setjast
að og ná sér í ætan bita. Það er eins og það leggist í þá, að þetta
vor verði eitthvað öðru vísi en öll hin, og nú er komið fram yfir
nýjár. Lítið grunar þá, að þeir séu nú aftur komnir suður á
Selvogsbanka, og eigi að fara að skila nýrri kynslóð til kom-
andi tíma. En mennirnir í landi vita betur. Togari kom inn með
ágætan afla rétt fyrir nýja árið, fiskurinn var frekar smár, en
Rijög jafn, hann var veiddur í Jökuldjúpinu. Mennirnir í landi
þykjast sjá það, eftir ýmsum sólarmörkum, að nú sé von á góðri
vertíð.
Og svo þegar gránar af degi á austurhimninum, þegar bát-
arnir kljúfa bylgjur og brotsjói með hávaða og boðaföllum, til
þess að komast fram á miðin, þegar þorskarnir finna einhvern
innri lífsyl streyma í gegnum hold og merg, þar sem þeir eru
að skapa nýja kynslóð, sem hér á að koma í þeirra stað eftir
átta eða níu ár, kemur dauðinn í líki botnvörpu, og byrgir alla
torfuna í gini sínu. Ef til vill sleppur þorskurinn okkar, eins
og hann hefir gert mörgum sinnum áður, ef til vill á hann