Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 169 .... ........ leið er Jökulsá í Lóni, auk fjallanna, slæmur þröskuldur. Þar sem dalurinn er svo afskekktur, hefir jafnan verið fáförult þangað, bæði af mönnum og fénaði. Bærinn stóð á grund að norðanverðu í dalnum. Þar er skjólsamt, og hlíðar vita vel við sól. Mun því oft verða allhlýtt þar, enda þótt dalurinn liggi allhátt yfir sjó,. eða um 440 metra1), en hitasveiflur munu vera þar allmiklar. Á fyrri hluta 19. aldar og fram undir miðja öldina var öðru hverju lítilsháttar byggð í Víðidal, en ekki munu bændur þeir hafa verið fjármargir eða fengizt þar mikið við ræktun. Má því ætla, að byggð þeirra hafi næsta lítil áhrif haft á gróðurfar dalsins. Gróður í Víðidal 1882 og 1894. Árið 1882 heimsótti Þorvaldur Thoroddsen Víðidal á rannsókn- arferð sinni um Austurland. 1 fylgd með honum var þá Sigfús Jónsson frá Hvannavöllum í Geithellnadal. Thoroddsen miklað- ist mjög yfir frjósemd dalsins og lýsir gróðri hans svo: Víði- dalur var um miðjuna niður við ána (þar sem bærinn var síðar reistur) ákaflega grösugur, svo að ég hefi varla séð þvílíkt á íslandi, hestarnir óðu alstaðar grasið, víðinn og blómgresið í hné og þar yfir. Innan um uxu há hvannstóð, er tóku manni undir hönd. Mest áberandi tegundir voru: gulvíðir (Salix phylicifolia), grávíðir (S. glauca), blágresi (Geranium silvaticum), smjörgras (Bartschia alpina), ætihvönn (Archangelica officinalis) og sóley (Ranunculus acer), og margar plöntur aðrar. Á gömlum tóftum er jurtagróðurinn mestur, ei ósvipað og í Slúttnesi í Mývatni, þó eru hríslurnar eigi eins háar, en grasið meira, tóftirnar voru allar vaxnar hvönn og víði. Út úr veggjunum, upp af gömlum hlóðum, voru vaxnar gulvíðihríslur um tveir metrar á hæð og stofninn 3—4 cm. í þvermál"2). Ári síðar flutti Sigfús Jónsson, er fyr getur, byggð sína í dalinn, ásamt syni sínum. Litust honum þar landkostir góðir. Þegar hann hafði búið þar eitt ár, ritar hann blaðinu Austra bréf, þar sem hann gefur allnákvæma lýsingu af dalnum. Sá hluti lýsingar hans, er um gróðurinn fjallar, hljóðar svo: Ég tók ekki til heyskapar fyrr en í 17. viku (sumars). Varð heyið um 50 hestar og var þó mest engi notað. Það er rauðbreyskingur (Erio- 1) Þ. Th.: Ferðabók IV, bls. 142. 2) Þorv. Thoroddsen: Ferðabók I, bls. 77—78, og The Physical Geography of Iceland, Botany of Iceland I, bls. 227. Hvorugu þessara rita er fylgt orð- rétt, en það haft úr hvoru um sig' er framar greindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.