Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 52
178 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
• 1111111111 ’ 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111IIIII1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111IIIIII
grundinni, áður en hún var tekin til ræktunar, en hins vegar telja
þeir vafalaust upp þær, sem mest hefir borið á og því verið ríkjandi
plöntur í gróðurlendinu. Þessar tegundir, sem þeir nefna, eru nú
að mestu horfnar úr túnstæðinu, og sumar með öllu, eða réttara
sagt, þær munu hafa horfið, þegar landið var tekið til ræktunar,
og ekki numið það á ný. Hin eina, sem ætla má að litlum breyt-
ingum hafi tekið er sóleyjan (Ranunculus acer). Loðvíðir (Salix
tanata) og grávíðir (S. glauca) finnast að vísu í túnstæðinu, en
sáralítið er þar af þeim. Gulvíðir (Salix phylicifolia), blágresi
(Geranium silvaticum) og smjörgras (Bartschia alpina) finnast
nú aðeins í tóftarbrotum og lækjardrögum, en eru hvergi áberandi.
Annars geri ég ráð fyrir að lækjardrögin hafi aldrei orðið fyrir
neinni verulegri gróðurbeytingu. Ein tegundin, sem fyrr getur,
þ. e. hvönnin (Archangelica) er horfin. Ég get fullyrt, að hún vex
nú hvergi í túnstæðinu eða í grennd við það, og mér tókst ekki
að finna hana nokkurs staðar í dalnum. Hygg ég, að hún sé horf-
in þaðan með öllu. Hins vegar vex þar geitla (Angelica) en strjál
og smávaxin. Það gæti í fyrstu virzt undarlegt, að þessi þróttmikla
planta hefir horfið með öllu, jafnmikið og af henni var áður en
byggð hófst í dalnum, en frásögn Sigfúsar Jónssonar gefur þar
svarið. Hann segir svo eftir fyrsta búskaparveturinn sinn í Víði-
dal: „Ég geri annars varla ráð fyrir að (hvann)njólar sjáist hér
oftar, því að ærnar mínar átu þá alla og allt hvannagras, sem
þær náðu í. Hið sama gerðu hestarnir og vetrungarnir tveir, er
ég átti, voru eigi beztir, því að þeir átu ræturnar með, þá er þeir
náðu þeim“. Með þessum hætti er það eigi að undra, þótt hvann-
irnar séu horfnar, og sýnir þetta meðal annars, að tegundirnar
eru nokkurn tíma að nema land á ný frá öðrum héruðum. En í
næsta nágrenni dalsins mun vera lítið um ætihvönn.
Ef saman eru bornar niðurstöður sirklana úr túnstæðinu
(Tafla I. 1—3) og úr víðigrundinni (Tafla I. 6) er munur þessara
gróðurlenda auðsær. Á víðigrundinni eru víðitegundirnar ríkjandi
plöntur, en grösin, sem heita mega einráð á túnstæðinu, eru i
greinilegum minni hluta. Þannig hefir spádómur Thoroddsens ekki
rætzt enn um það, að frumgróðurinn legði undir sig túnið fljótt,
eftir að bærinn færi í eyði. Þetta virðist í raun réttri undarlegt,
þegar á það er litið, hversu þróttmikill víðigróðurinn er í kringum
túnið, en þetta gæti bent í þá átt, hversu lengi runngróðurinn er
að nema land á þeim stöðum, sem lífsskilyrðin eru ekki hin hag-