Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 137 .llllllllllllllll.Illllllllllllll.Illllll.I.Illlllllllllllllll.I.Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll ■ að minnka, en þá er að finna sér samastað til vetrarins. Það er líka gott að komast frá yfirborðinu niður í djúpið, og losna frá mesta yfirgangi fuglanna, því þeir verða nærgöngulli með degi hverjum, því alltaf er litli þorskurinn að verða stæm og stærri biti. Nú veltur allt á því, hvernig viðtökurnar eru, þegar til botnsins kemur. Hvernig er þar um að litast? Er þar nóg af mar- fló eða öðrum hentugum fæðutegundum, er hitinn þar hæfi- legur, eða er þar auðn og myrkur, vegna þess hve djúpt er? Ekki þýðir að setjast að í miðjum sjó, því þar er nú frekar lítið um björgina, annað hvort verður að byggja alveg við yfirborð- ið, eða alveg við botninn. Og fari svo illa, að litla þorskinn beri þar að botni, sem lítið eða ekkert hæfilegt æti er fyrir hendi, vegna þess hversu dýpi er mikið, þá verður hann að reyna að grynna á sér, færast nær og nær landi, og njóta september- mánaðarins alveg uppi við bryggjur, eða við fjörusteinana, þar sem sjórinn er kyrr og lygn, og nóg af marflóm og öðru sælgæti. Þarna hefst hann svo við fyrst um sinn. Af áhugamál- um á hann aðeins eitt, en það er að eta, eta og eta, en alltaf verður hann þó að vera á verði, til þess að forða sér undan hættum. Systkini hans eru nú flest búin að tína tölunni, af ýms- um ástæðum, nú væri hann ef til vill ekki nema eina eða tvær klukkustundir að kveðja þau öll, ef hann þyrfti að fara í lang- ferð. Þarna við bryggjurnar unir nú þorskseiðið vel hag sínum, allt leikur í lyndi, hér er hlutfallslega auðvelt að sjá sér borgið og varast hættur. En svo einn góðan veðurdag fer þetta að breyt- ast. Litli þorskurinn tekur eftir því, að stallar hans fara að verða daufgerðari en þeir hafa verið áður, þeir eru ekki eins ötulir við að afla sér fæðu, og ekki eins kátir og fjörugir og þeir hafa verið, og sama deyfðin og þróttleysið er að færast yfir hann sjálfan. Það er engu líkara en að eins konar svarti dauði sé að breiða návoð yfir allt lífið við bryggjurnar, sé að jafna því við jörðu, með jafnmiklum blóma eins og það stóð, þeg- ar bezt lét. Litli þorskurinn finnur að líkami hans er að verða þungur sem blý, hann hefir enga lyst á marflónum, þótt þær liggi nær því hreyfingarlausar rétt við nefið á honum, hann er sjónarvottur að því, hvernig margir félagar hans missa nærri því meðvitundina, hvernig bylgjurnar kasta þeim upp í hrönn- ina og tína lífi þeirra. Þetta vekur einhverja óljósa eðlishvöt til lífs, litli þorskurinn, sem hingað til hefir haldið velli, ver'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.