Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 22
16 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
merkja), höfðu vaxið upp í deplu- og jafnvel bleikjustærð, þegar
þær endurveiddust. f því, sem merkingarmennirnir merktu sem
murtu, hefir með öðrum orðum verið nokkuð af ungri bleikju. Þá
er fyrst að athuga, hvort eigi geti verið eins ástatt með þá murtu,
sem eg hefi rannsakað. Tafla nr. 6 sýndi okkur, að aðeins 3.9%
af murtunni, sem eg rannsakaði var ókynþroska, en 96.1 % var þó
að minnsta kosti kynþroska murta. Nú verður að taka tillit til
þess, að ef murtan er ung bleikja, sem hrygnir bæði á æskuskeiði
og á fullorðinsárum, þá er þar að ræða um einstætt fyrirbrigði í
ríki fiskanna. Ennþá einstæðara væri þó hitt, og reyndar með öllu
óskiljanlegt, ef nokkuð af þeim fiski, sem alveg áreiðanlega er
murta, þ. e. kynþroska smásilungur, væri sérstakt afbrigði, sem
aldrei yrði stærra, en nokkuð ung bleikja, sem ætti fyrir sér að
hrygna aftur sem riðableikja. Slíkt getur að mínum dómi ekki
komið til mála. Annað hvort er öll hrygnandi murta sérstakt af-
brigði, eða ekkert af henni. Aðeins sá fiskur, sem kallaður er
murta, en ekki er kynþroska, gæti þá komið til mála sem ung
bleikja. En af allri murtunni nemur þessi fiskur aðeins 3.9%
eítir fjölda, og er svo nauðalíkur murtu, en frábrugðinn bleikju,
að eríitt er að hugsa sér annað en að þar sé að ræða um murtu,
aðeins ókynþroska. Eg verð því, áður en lengra er farið, að halda
því fram, að ekkert sé af ungri bleikju í þeirri murtu, sem eg
hefi rannsakað, nema ef vera skyldi þessar 3.9%, og nema ef
vera skyldi, að öll murtan væri ung bleikja. Þetta atriði, megin-
kjarna málsins, skulum við nú virða fyrir okkur nánar, og kveða
fram þau vitni, sem dómbær eru í málinu.
1. Hryggjarliðafjöldinn. Við skulum fyrst bera hryggjarliða-
fjöidann í allri þeirri murtu, sem rannsökuð hefir verið með til-
liti til þessa eiginleika, saman við hryggjarliðafjöldann í fullorð-
inni bleikju. Síðan getum við borið saman murtu og ungbleikju, og
borið ókynþroska murtu bæði saman við stórbleikju og ungbleikju.
I 1356 murtum, sem rannsakaðar voru, reyndist hryggjarliða-
fjöldinn 63.09 + 0.03, en í 203 bleikjum reyndist hann 62.75 + 0.05.
Það er því munur á hryggjarliðafjöldanum í murtu og stórbleikju,
og þessi munur er : 63.09 — 62.75 = 0.34, eða meiri en munurinn
á vorgotssíld og sumargotssíld. Murtan hefir því um 1/3 úr hryggj-
arlið að meðaltali meira en bleikjan. Önnur spurning er það, hvort
þessi mismunur er nægilega stór til þess að skipa murtunni á sér-
stakan bekk, gera hana að sérstöku afbrigði. Til þess að skera úr
því, verðum við að beita reikningsaðferðum, sem ekki er hægt að