Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 26
20 NÁTTÚRUFRÆÐINGURlNN
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll>llllllll*(>lltlltllllltllllt
Lengd cm.
6. mynd. Vaxtarhraði á murtu (S. alp. f. murta), bleikju (S. apl. f. typica)
og urriða (S. trutta) úr Þingvallavatni, eftir aldursákvörðunum próf. K.
Dahls, á fiski, sem veiddist árið 1914. (B. Sæm. 1917, bls. 127).
ári, frá því hreistrið myndaðist og þangað til hann var veiddur.
Við skulum nú fyrst bera saman vaxtarhraðann á murtu, sem var
veidd í Þingvallavatni árið 1914, og bleikju, sem var veidd þar
haustið áður. Ef við lítum á 7. töflu sjáum við strax, að vöxtur-
inn fylgist alveg að þangað til á fjórða ári, þá fer murtan að
dragast aftur úr. Á 4. ári er bleikjan orðin 0.5 cm. lengri, þar fer
að byrja að draga í sundur, en á 5. ári er munurinn orðinn 2.8
cm. Lengra nær ekki þessi samanburður, af því að elzta murtan
var aðeins fimm vetra, en elzta bleikjan var 10 vetra, og það
sést af töflunni, að hún hélt áfram að vaxa með hér um bil sama
hraða allt fram að þeim aldri, þótt murtan stæði í stað. Af töflu
4 sáum við, að murtan vex árlega mjög lítið, eftir að þessum aldri