Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 28
22 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 flærnar hafa langmesta þýðingu, sem fæða fyrir murtuna sem og krabbaflærnar, þótt þær geri ekki nema hlutfallslega 18.8% (Daphnia longispina) og 4.2% (Cyclops sternuus) af fjöldanum. Loks ber talsvert á krabbadýra-eggjum, 14.0%, líklega úr krabba- flóm. — 8. fafla. Árangur af magarannsóknum á bleikju og murtu. Heimkynni Tegund íœðu: Fjöldahlutfall fæðutegundanna: fœðu: í bleikju: í murtu: Toppmý-lirfur: 77.0% Við botn: Blágrænbörungar: 18.7% Vatnabobbar: 3.5% Vatnaskeljar: 0.5% Eggberar aí vatnsílóm: 0.3% 42.1 % Uppi í Egg úr vatnsílóm: 20.9 % vatni: Vatnsflœr: 18.8 % Egg úr krabbaflóm (?): 14.0% Krabbaflær: 4.2% Samtals: 100.0% 100.0 % Mataræði murtunnar og bleikjunnar er svo ólíkt, að auðsætt virðist að hvor þeirra hafi samið sig að sínum sérstöku lifnaðar- háttum. Ef við gengjum á móti þeim röksemdum, sem að framan hafa verið tilgreindar, og héldum því fram, að murtan væri ung bleikja, gætum við ef til vill sagt, að þessi munur á mataræði stafaði af því, að tegundin stæði á mismunandi þroskastigi sem murta og sem bleikja og neytti þá mismunandi fæðu. Hjá mörgum sjávarfiskum er einmitt slíkt vel kunnugt. En hér er því til að svara, að murtan og bleikjan, sem rannsökuð voru, voru veidd á sama stað, og höfðu því í svipinn sömu skilyrði til þess að afla sér sömu fæðu. — Á hinn bóginn byggist mismunandi mataræði á mismunandi aldri hjá öðrum fiskum fyrst og fremst á því, að tegundin lifir á mismunandi stöðum eftir aldri. í öðru lagi getum við minnt á svart-murtuna, sem síðar skal verða getið. Hún er á stærð við murtu, og lifir þarna innan um bleikju og murtu. Sam- svarandi rannsóknir á mataræði hennar hafa sýnt, að hún lifir eingöngu á botnfæðu, eins og bleikjan, en ekki á sviffæðu, eins og murtan. Hið mjög mismunandi mataræði murtu og bleikju mælir því með því, að hvor um sig hafi farið sínu fram og lifi óháð hinni. Murtan hefir sínar lífsvenjur og bleikjan sínar. Og báðar halda

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.