Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 23
þeim þegar þær ganga svo að segja hlið við hlið á riðin til þess
að hrygna. Ungbleikjurnar hafa því miður ekki verið rannsakaðar.
U. Lögunin. Eigi höfum við gert mælingar á líkamshlutum
murtu og bleikju, til þess að komast fyrir um það, hvort hin ytri
lögun sé sú sama. Til þess yrði að athuga þó nokkuð af bleikju
og ekki síður af murtu, þar sem hún virðist vera allbreytileg (sbr.
hr. liðina)'. Og þó að þeir murtu-einstaklingar, sem greinilegast
bera einkenni hins nýia afbrifrðis. séu undir öllum kringumstæðum
auðbekktar frá ung-bleikju, þá er breytileikinn svo mikill, að til
eru einnig þeir, sem nálgast bleikjuna svo að utliti. að vart er
hæe-t að gera mun á. Taki maður á hinn bóginn murtuna sem
heild, þá má segja, að hún sé öllu grannvaxnari en bleikjan, höfuðið
rennilegra, og það, sem einkum er eftirtektarvert: neöri skoltur-
inn er drepinn lenpra fram á murtunni en á bleikjunni. Það er
engu líkara en að murtan sé sniðin fvrir aðra lifnaðarhætti heldur
en bleikjan. Hún er gerð til bess að ferðast uppi í „sjó“ meðan
bleikjan heldur sig meira við botninn (murtan grannvaxnari), og
hún er betur löguð til þess að taka sviffæðu (sbr. neðri skoltinn)
heldur en bleikjan. Eg pet því ekki betur seð, en að sd munur á murtu
oa bleikju, sem kom fra,m í mataræðinu, endursvealist i líkams-
skapnaðinum. Það getur líka verið, að hryggjarliðsbriðjungurinn,
sem murtan hefir fram yfir bleikjuna, standi í sambandi við það,
að murtan er hlutfallsleaa lengri og grennri en bleikjan.
5. Lifnaðarhættir. Eins og öllum er kunnugt, þá skilur það
lifnaðarhætti murtu annars vegar og bleikju hins vegar, að murt-
an er miklu minni; hún nær kynþroska þegar bleikjan er aðeins
hálfvaxin, eða varla það. Þennan mismun í lifnaðarháttum hjá
murtu og bleikju er ef til vill bezt að orða þannig, að bleikjan hafi
um það bil helmingi lengra vaxtarskeið heldur en murtan. Annar
munur er fólginn í mismunandi fæðu, eins og þegar hefir verið
greint, en af því leiðir aftur mismunandi lögun, að svo miklu leyti
sem enn er komið þróun murtunnar út frá gamla bleikjustofninum.
VI. SVART-MURTAN.
Þegar við byrjuðum rannsóknir á murtu í Vatnskoti í sept.
1937, varð það ljóst, að rannsóknin þyrfti að ná til allra silungs-
„tegunda“, sem í yrði náð, ef vel ætti að vera, til þess að þær
yrðu bornar saman við murtuna. Eg hefi áður getið þess, að deplu