Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 38
32 NÁTTÚRUFRÆÐINGURÍNN
11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
og blöð. Enn seinna kemur svo blómgunin, skömmu síðar frjóvg-
unin og síðast fræþroskinn.
Þýzki grasafræðingurinn Klebs, sem var sérfræðingur í lífeðlis-
fræði jurtanna, sannaði árið 1904, að hin fyrnefndu skeið geta
ekki hafizt hvort um sig, nema eftir vissa ertingu ytri áhrifa. Og
með því að breyta hinum ytri aðstæðum á ýmsan hátt, tókst hon-
um að breyta- þroska tilraunajurtanna, ýmist hraða honum eða
seinka. Hann leiddi meðal annars í ljós, að hægt er að skipta þró-
un jurtarinnar milli vaxtarskeiðsins og blómgunarskeiðsins í þrjú
stig: hið fyrsta er hæfilegur þroski til að blómgun geti hafizt,
annað er myndun blómavísa og hið þriðja þroskun blómanna þar
til þau opnast. Til að fyrsta stiginu verði fullnægt fljótt, þarf
jurtin að hafa lágan hita og sterkt ljós, annað stigið krefst dauf-
ara ljóss sem lengstan tíma á sólarhring og hið þriðja gengur
bezt við mjög lítið ljós. Rússinn Cassner hefir reynt að stytta vaxt-
artíma haustkornsins þannig, að allur þroskinn geti orðið á einu
sumri í stað þess að venjulega þarf kornið að liggja yfir vetur-
inn í jörðinni eftir sáningu að hausti. Þar eð haustkornið þarf að
fá kuldaskammt á hinu svonefnda þúfustigi (þ. e. a. s. áður en
stráin myndast), til að geta myndað axbær strá, áleit Cassner,
að ef haustkorn væri látið spretta lítið eitt, en síðan sett í 1° C.
kulda og sáð að vorinu, væri hægt að fá það til að bera fullþrosk-
uð öx sama sumar. En við allar þær tilraunir, er gerðar hafa ver-
ið á þessum grundvelli, hefir komið í ljós, að jurtirnar geta aðeins
borið fullþroskuð öx, ef sáð er mjög snemma að vorinu, þegar
kuldinn er nægilega mikill til að verka mjög á hið nýsprottna korn,
— en þá frýs líka meginhluti þess út yfir takmörk lífsins.
Rússneskur vísndamaður tók eftir því árið 1928 við tilraunir
sínar með hausthveiti, að ef útsæðið var vætt og látið liggja rakt
í hér um bil 0° C. í tvo mánuði, bar hausthveitið fullþroska öx
sama sumar, ef sáð var að vori til, en svipað hafði þá um líkt leyti
komið fram við tilraunir annara í öðrum löndum heims.
En það var þó ekki fyr en árið 1932, að lýðum veraldarinnar
var gert ljóst, að ný aðferð hefði fundizt til styttingar vaxtartíma
jurtanna, og það aðferð, sem gefur góðar vonir um ágætan árang-
ur við stórrekstur, ef allt gengur jafn vel og útlit er fyrir nú,
samkvæmt tilraunum og framkvæmdum Sovét-vísindanna í grasa-
fræði. Sú aðferð gengur undir nafninu „jarovisation“ (jaroviza-
cija). Það orð er rússneskt að uppruna og hefir verið þýtt á ensku