Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 33 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll■lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll■llllllllllllllllllllll■lllllllllllll■■llllll■ll■llll■■l■l■■l■l■t og rómönsk mál með orðinu „vernalization“, á sænsku „várisering“ og á íslenzku fer einna bezt á að kalla fyrirbrigðið vorun. En hvað er þá vorun? Orðið var fyrst birt árið 1932 í ritgerð eftir Sovét-vísindamanninn Lysenko, og þýddi þá „breyting haust- korns í vorkorn“, en síðan hefir merking þess breytzt svo, að nú er það notað sem nafn á sérstakri aðferð við styttingu á vaxtar- tíma jurtanna, bæði þá er haustsæði er breytt í vorsæði og er ein- ærar jurtir eru látnar bera fræ fyr en ella. Lysenko byggir aðferð sína á þeirri kenningu, að sú erting, sem nauðsynleg er til að jurt hefji nýtt þroskastig, þurfi ekki að ger- ast, þá er stigið skal hefjast, heldur geti flestar jurtir móttekið ertinguna á öllum skeiðum þroska síns. Þess vegna er hægt svo á 2. mynd. Haustbygg, 27. júní. Tölurnar sýna hitann, er kjarnarnir greru við fyrst, og sýna einnig greinilega áhrif hinnar eðlilegu vorunar, við sáningu snemma vors. (Eftir D. Miiller). hið sprettandi fræ, þegar það er í þann veginn að sprengja fræ- hýðið, að jurtin blómgist og beri fræ fyr en eðlilegt er. Undirstöður kenningar hans byggjast á þeim staðreyndum, að vöxtur hverrar jurtar er aukning á stærð hennar og þyngd, sem ekki þarf að bera með sér neinar djúptækar breytingar á hinum einstöku líffærum hennar. En þroskinn er aftur á móti yfirfærsla til nýs skeiðs, sem er ólíkt næsta þroskaskeiði á undan í einhverj- um innri og ytri eiginleikum jurtarinnar. Það er engan veginn ætíð víst, að þeir þættir, sem verka á vöxt jurtarinnar, verki um leið á þroska hennar og beri hana nær tíma blómgunar og fræburð- ar. Vorhveiti, sem sáð er að vorinu, býr til dæmis við öll nauð- synleg skilyrði vaxtar og þroska í senn, en hausthveiti, sem sáð er á sama tíma, býr við öll nauðsynleg vaxtarskilyrði, en skortir 3

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.