Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 42
36 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN .......................... þarf vorunin að fara fram í myrkri. Þar eð hinar síðarnefndu eru auk þess ættaðar frá heitari löndum, þurfa þær oftast hærri vorunarhita en langdagsjurtirnar. 3. mynd. Hausthveiti. Öllu sáð að vori, með útsæði frá sama stofni, en ræktað á mismunandi stöðum. A er frá Hibiny, vorað í 20 daga. B frá Hibiny, óvorað. C frá Kirovobad, vorað í 20 daga. D frá sama stað, óvorað. (Eftir Kostju- cenko og Zarubailo). Hvernig er unnt að væta kornið svo mjög og geyma það rakt svona lengi, án þess að það skemmist eða eyðileggist af myglu og öðrum sveppum? Ekkert væri eðlilegra en það, því að flestir munu þekkja, hve fljótt rakt korn myglar í heimahúsum og hve oft útsæði eyðileggst af sveppum í moldinni. En fyrir vorunar- aðgerð er aðeins bezta útsæðið nógu gott. Auk þess þarf að vera hægt að láta loft leika um það öðruhvoru, meðan vorunin stendur yfir, og í þriðja lagi þarf að sótthreinsa kornið og gólfið, áður en það er vætt, ef öryggið gegn sveppum og sýklum á að vera svo tryggt, sem unnt er tryggast nú á dögum. Til gamans getum við litið lauslega á voranir á kartöflum, sem

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.