Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 46
40 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN -iimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiijiiiiiiii Vetrarkvíði. Vetrarkvíðastörin vex í blautum mýrum og flóum. Sumstaðar er hún aðalgrasið. Er stör þessi einkennileg vegna ferðasprot- anna, en það eru langar renglur, sem vaxa út úr jurtinni og liggja lárétt í mosanum eða alveg ofanjarðar. Þessar renglur eru hinn alkunni vetrarkvíði. Getur hann orðið 1—2 m á lengd. Var það gömul trú, að sniórinn yrði jafnþykkur lengd vetrarkvíðans sum- arið áður. (Jurtin nefnist einnig gidnefja eða snjónál.) Hinn lausi endi vetrarkvíðans sveio-ist að lokum unp á við og mvndar litla blaðhvirfingu. Er vetrarkvíðastörin bví mjöer auðkennileg. En það er einnig til armað náttúrufyrirbrigði. allt annars eðlis, er líka nefnist vetrarkvíði (að minnsta kosti sunnanlands). Jörð- in virðist stundum vera þakin fíngerðum. glitrandi þráðum, fögr- um á að líta. Sést þetta greinilegast kvölds og morgna, þegar sól er lágt á lofti, einkum síðara hluta sumars. Hafa margir tekið eft- ir þessum silkiþráðum víða um land, og er bað trú sunnanlands (samkvæmt frásögn Guðmundar í Múla og ísólfs Pálssonar), að það boði harðan vetur, ef mikið sést af þessum vetrarkvíða. En hvað er þetta? Það eru silkiþræðir, gerðir af þúsundum og millj- ónum smárra köngurlóa af mestu snilld. Eru þetta öryggisþræðir, brýr og sviftæki þessara undursamlegu smádýra. Koma þræðirnir bezt í ljós við vissa birtu og raka og svo þegar köngurlærnar eru á svifflugi, fara af stað eða lenda. Ef þeim líkar ekki dvalarstað- urinn, skríða þær upp á strá eða aðra háa hluti og fara að spinna langa silkiþræði, sem þær nota sem svifflugur. Golan togar í þræð- ina og þegar þeir eru orðnir svo langir, að vindurinn er farinn að rykkja fast í þá og sveifla þeim til, þá sleppa köngurlærnar stráunum og svífa af stað á þræðinum. Einkum nota ungar köngurlær sér þetta, þegar lítið er um mat, svo að þær þurfa að dreifast burtu. Þræði þessa þekkja margir, en flugið mun minna kunnugt. Ég set hér frásögn dansks manns, Jens Brændegaard að nafni, en hann ritaði grein um köngurlóaflug í tímaritið „Na- turens Verden“ í febrúarheftið 1938. Segir hann svo frá: Fyrir nokkrum árum var ég staddur á sveitabæ í Herring-hér- aði á Jótlandi í miðjum júlímánuði. Það var verið að slá á enginu. Veðrið var þurrt og svalur vindur var á, svo að grasið þornaði fljótt og varð að ilmandi heyi. 16. júlí var heiðskírt veður, glaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.