Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 43
....................Illlllllllllllllllllllllllllllllllll...
Skarfur ungar út æðareggjum.
2. júní í vor var ég sjónarvottur að því einkennilega fyrirbrigði,
að í skarfshreiðri hér í hólma skammt frá landi voru 5 æðaregg.
Toppskarfur lá á eggjunum og virtist una hag sínum hið bezta.
Hreiðrið var þar í hólmanum, sem mætist gras og grjót. Enginn
dúnn var í því, og að öllu leyti var hreiðrið eins og venjulegt
skarfshreiður — allstór dyngja af þangi og þarablöðum, bæld og
skitin.
2. júní máttu eggin heita ný, sást aðeins móta fyrir „augum“
í þeim. 12 dögum seinna kom ég aftur í hólmann. Sat þá skarfur-
inn enn á eggjunum og voru þau þá orðin allmikið unguð og virt-
ist útungunin ganga mjög líkt hjá honum og æðarkollunum í
grenndinni. 8 dagar liðu, og kom ég þá enn í hólmann, og var þá
hreiðrið tómt, ungarnir skriðnir úr eggjunum — en skarfurinn
flögraði fram og aftur um nágrennið og virtist ekki vera sérlega
ánægður.
Það mun ekki mjög erfitt að geta sér til um, hvernig á þessari
ásetu skarfsins hefir staðið. — Um reglulegt „hjónaband" milli
skarfsins og æðarkollunnar mun ekki geta verið að ræða, og sízt
þegar eggin unguðu eðlilega. Æðarkollan hefir vitanlega orpið
þarna í þanghrönnina, eins og gerist og gengur, en skarfurinn
síðan komið og rænt hana hreiðrinu, lagst á eggin og dregið síð-
an undir sig þang og þara, þangað til honum þótti hreiðrið við
sitt hæfi. Útungunin virðist hafa gengið að óskum. En hvernig
skarfinum hefir orðið við, þegar ungarnir skriðu úr eggjunum
dúnmjúkir, alsjáandi og fjörugir, og hlupu út undan honum í ail-
ar áttir, er ekki gott að segja.
Skarfsungar og æðarungar eru mjög ólíkir að útliti, þegar þeir
fæðast, og eðlið og uppeldið gerólíkt. Vesalings skarfurinn hefir
því ekki við neitt ráðið, þegar ungarnir komu úr eggjunum, og
því annaðhvort látið þá „synda sinn sjó“ þegar í stað, eða þá, sem
líklegra er, launað þeim óþægðina með því að éta þá. Skarf mun-
ar ekki um að renna niður nokkrum æðarungum, ef svo ber undir.
En svo virðist, sem skarfurinn hafi ekki getað trúað sínum eig-
in augum og ekki getað fellt sig við, að uppeldinu í hreiðrinu væri
lokið um leið og ungarnir skriðu úr egginu, því að þannig er ekki
uppeldinu hagað til í skarfabyggðinni, og því hafi hann verið á
flökti kringum hreiðrið, þó að ekkert væri í því.