Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 51

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 51
náttúuufræðingurinn 45 iiliiiiimiimiiiiimiiiiiimiiiiiMiiiiiiMiiiimiiiiiiiiiiiiiimmmiMiiiiiiiimiiimiiiiimiiiiiiimiimiililiiiiiuimmiimmiiimiimii Litli hrossagaukur (Limnoeryptes minimus (Briinn.)). (Úr Danmarks Fauna.) ig til Bretlandseyja og Færeyja) og suSur um alla Asíu og til Norður-Afríku. Litli hrossagaukurinn er mjög svipaður hrossagauknum, en er þó auðþekktur frá honum á stærðinni (hann er meira en þriðj- ungi minni) og á því að nefið er hlutfallslega styttra og að stél- fjaðrirnar eru aðeins 12 (á hrossagauknum venjulega 14). Stélið er auk þess fleyglagaðra en á hrossagauknum, og miðstélfjaðr- irnar 2 eru töluvert lengri en hinar stélfjaðrirnar og mjóyddar, en á hrossagauknum eru þær ekki lengri og snubbóttar. Sama er að segja um ytri armflugfjaðrirnar. Á litla hrossagauknum eru þær mjóyddar, en á hrossagauknum snubbóttar. Á svarta litinn á litla hrossagauknum ofanverðum slær ennfremur grænni eða purpurarauðleitri málmslikju, sem ekki ber á á hrossagauknum. Litli hrossagaukurinn er mýra- og votlendisfugl. Hann heldur sig helzt í mýrum og flóum með vatnsrásum og pyttum, einkum þar sem einnig er víði- eða birkikjarr. Aðalfæðan eru skordýr, ormar og sniglar. Eggin, sem eru 4, eru tiltölulega mjög stór í samanburði við stærð fuglsins, aðeins lítið eitt minni en hrossa- gauksegg og mjög svipuð þeim að lit. Hvað lifnaðarhætti snertir er annars yfirleitt það sama að segja um hann og hrossagaukinn. Litli hrossagaukurinn er á ensku kallaður Jack Snipe, á þýzku Kleine Bekassine, á dönsku Enkelt Bekkasin, á norsku Kvart- bekkasin og á sænsku Halfenkel beckasin. Finnur Guðmundsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.