Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 47 .llllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Nokkur orð um Hagavatn. í síðasta árgangi Náttúrufræðingsins birtist grein „Um nokkur jökullón og jökulhlaup í Harðangri og á íslandi“ eftir Guðmund Kjartansson. í grein þessari er meðal annars rætt nokkuð um Hagavatn og Hagavatnshlaup. Við þennan hluta greinarinnar vil eg gera nokkrar stuttar athugasemdir. Það er rétt hjá G. K., að herforingjaráðskortið nær aðeins yfir lítinn hluta Hagavatns — en sumarið 1934 kortlagði enskur leið- angur frá Cambridge vatnið allt og umhverfi þess, og með ritgerð, sem einn af þátttakendum þessa leiðangurs, John Wright, birti í tímaritinu Geographical Journal í sept. 1935, fylgir mjög ná- kvæmt kort af Hagavatni í mælikvarðanum 1 :40000, og annað kort af randsvæði Langjökuls frá Jarlhettum vestur fyrir Þóris- dal, í mælikvarðanum 1 :120000. Samkvæmt kortum þessum og ritgerð Wright er Hagavatn ekki 20—25 km- að flatarmáli, eins og Guðmundur gizkar á. Það var 11 km2 fyrir hlaupið 16. ágúst

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.