Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 8
52 • NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN llllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIII11111111111111111111111111111111111111111111111111111IIIllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllll þriggja tegunda fara eftir lengd vaxtartímans og hraða vaxtarins, svo að epli, sem eru sumaraldin 1 Þýzkalandi og Danmörku, eru oft vetraraldin í Norður-Svíþjóð og Norður-Rússlandi. Og af öll- um þrem tegundunum eru til ótal stofnar, sem sumir eru ræktan- legir norðarlega á hnettinum, og aðrir aðeins sunnarlega, allt eftir kröfum þeirra til ljóss og sumarlengdar. Eplatrjánum er fjölgað með ágræðslu, en ekki með fræum, þótt hverjum stofni hafi í upphafi verið sáð, því að það er fjarri því að vera auðvelt verk að fá fram góðar eplategundir upp af fræum, þótt það sé nú gert í stórum stíl á grundvelli erfðafræðinnar víða um heim. En þrátt fyrir öll vandkvæðin hefir tekist að kynbæta eplatrén talsvert hin síðustu ár, sérstaklega í Bandaríkjunum og í Mitsjúrínsk í. Sovétríkjunum, sem síðustu áratugina hafa flutt eplarækt sína mjög norður á bóginn og sent fjölda nýrra tegunda á markaðinn. Eplatrén hafa auk þess flutt takmörk sín í Svíþjóð mjög norður á bóginn síðasta áratuginn, vegna óþreytandi tilrauna vísinda- mannanna og hinna áhugasömu bænda norður þar, svo að nú má telja sannað, að eplarækt sé möguleg allt norður að heimskauts- baug, þar sem kuldi vetrarins er -f- 30—40°C, úrkoman 300—800 mm. á ári og sumarhitinn að meðaltali 10°C yfir þrjá sumarmán- uðina, ef öllum kröfum trjánna á öðrum sviðum er auk þess vel fullnægt. En eplarækt svo norðarlega er vandasamt verk, sökum aukinnar hættu á sveppafaraldri og hins stutta vaxtartíma, að ógleymdum næturfrostunum, sem þó er hægt að yfirvinna á til- tölulega ódýran hátt. Perutréð er til villt víða í Austurlöndum enn í dag, en hefir verið ræktað í Evrópu álíka lengi og eplatréð. í Grikklandi og Rómaríki fornaldarinnar voru ræktaðir allmargir misgóðir peru- stofnar, og nú skiptir tala þeirra þúsundum. Perur eru mest ræktaðar nú í Kaliforníu, Suður-Afríku og Mið- Evrópu, en þær hafa líka verið ræktaðar lengi á Norðurlöndum. Þær eru eitthvað kröfuharðari en eplin, þótt ræktun þeirra sé lík, enda eru þær náskyldar þeim og heyra til sömu ætthvíslar (og kallast á fræðimáli Pyrus domesticus). Vetrarkuldar eru hættulegri fyrir perutrén en apaldurinn, en þó hefir tekist að rækta þau nyrzt við Helsingjabotn í Svíþjóð og Finnlandi og mjög norð- arlega í Rússlandi. Perutrén dreifðust aðallega um Evrópu á tímum Rómverja, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.