Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 26
70 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN IIIIIIIIlllIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllIlllltllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllIllltlllllllllllllllllllllllllIIIIIIIMIIl margar og stórar, að mjög varhugavert væri að sleppa henni í hendur ófaglærðra manna, og svipað álit hafði hann á hinum al- þýðlegu frásögnum verkfræðingsins Brundin og próf. Ceriche, sem hafa birzt í íslenzkum blöðum í reyfarakenndum stíl nokkrum sinnum síðustu árin. Þegar blaðamenn Ameríku sögðu frá vatnsræktinni í fyrsta sinn, flaug fregnin víða, og síðan hefir oft sézt skrifað um þetta efni í ýmsum þeim blöðum, er aldrei láta sérfræðinga líta yfir það, sem birtist í þeim um vísindaleg efni. Og fréttin flaug alla leið til íslands, þar sem þetta svonefnda merkismál er birt sem bréfkafli frá Vilhjálmi landkönnuð Stefánssyni sumarið 1937 í Nýja dagblaðinu, auðvitað án þess að það væri áður borið undir nokkurn sérfræðing í grasafræði. Og síðan hefir öðru hvoru verið rætt um þetta mál í blöðum höfuðstaðarins, en þó oftast af var- kárni og vissu um það, að enda þótt vatnsrækt gæti verið æski- leg mjög, fylgja henni enn þá ýmsir stórir og vandkvæðir gallar, sökum skorts vísindanna á þekkingu viðvíkjandi þörfum jurtanna, svo að hún er jafnvel lítt nýtileg fyrir vísindin, hvað þá heldur almenning. Um páskaleytið í vetur birtist í Sunnudagsblaði Alþýðublaðsins alllöng grein eftir áhugamann, án þekkingar á grasafræði, að nafni Jón Gunnarsson, þar sem hann dreymir, á grundvelli grein- ar í amerísku tímariti fyrir almenning, um ræktun grænmetis og ávaxta í vatnsblöndu. Hann kryddar grein sína með hinum einsk- isverðu tölum, sem hinn ameríski blaðamaður gaf upp um árangur af vatnsræktun í landi sínu, og stingur upp á því, að menn hér heima hefji vatnsræktina í stórum eða smáum stíl sem fyrst, til þess að fullnægja þörf þjóðarinnar á ódýru grænmeti og ávöxt- um. Og síðan hann birti þessa hugvekju sína, hefir hver grein- in rekið aðra með ítrekuðum áskorunum til fólks um að hefja til- raunir með þetta nýja fyrirbrigði, og loforðum um gull og græna skóga sem árangur, svo að nú er sannarlega tími til kominn, að tekið verði í taumana og fyrirbyggt, að þessi áhugasami maður verði sjálfum sér og öðrum að fjárhagslegu tjóni. Jón Gunnarsson lætur áhuga sinn hlaupa svo með sig í gönur í fyrstu grein sinni, að hann stingur upp á því, að kjallaraholur höfuðborgarinnar verði notaðar til vatnsræktunar á grænmeti og suðrænum aldinum, að minnsta kosti að vetrarlagi. Og til þess að tryggja vöxt og þroska þessara veslings plantna sem bezt, leggur hann til, að kjallararnir verði lýstir upp með útfjólubláum og inn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.