Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 36
80 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimiiiiiii^ en rannsökum hvern einstakling fyrir sig, kemur það í l.iós, ao hann er nákvæmlega svona, hann stendur ekki á hærra þróunar stigi en þetta. Og mjög svipaða sögu er um holdýrin að segia, þótt þau standi einu þrepi ofar. Aðalmunurinn á þeim og svömpunum er í því fólginn, að bikarinn eða skálin, sem líkami þeirra er gerð- ur úr, alveg eins og líkami svampanna, er ekki aðeins tvöfaldur, heldur að nokkru leyti þrefaldur, þar sem nokkuð af sellunum hefir losnað úr samhengi við umhverfi sitt og sezt að á milli ytra og innra byrðisins og myndað þar drög að nýju lagi. Ef við lítum nú aftur á fóstrið hjá æðri dýrunum, sjáum við að það hefir farið alveg nákvæmlega eins að. Hjá fóstrinu taka þessar sellur að sér sérstök störf, til dæmis á það að liggja fyrir sumum þeirra að mynda bandvefinn, en aðrar eiga að mynda bein, ef um það er að ræða. Einnig í þessu tilliti fer marglyttan að ráði sínu eins og fóstrið, margar þessar sellur, sem slitna úr samhengi og komast inn á milli ytra og innra lagsins, verða að mjög frumstæðum band- vef eða beinagrind, ef að leyfilegt er að tala þannig um marglytt- una. Hér er á ferðinni frumlegasta og ófullkomnasta „beinagrind- in“ í heiminum. Lirfur ormanna standa margar á sama þroskastigi eins og mar- glittan og ættingjar hennar, enda þótt ormarnir sjálfir standi mjög miklu ofar, og þá einkum þeir fullkomnustu, eins og liðorm- arnir, en til þeirra telst skerinn og ánamaðkurinn. Af þessari á- stæðu og mörgum fleiri, sem ekki er hægt að gera nánar grein fyrir hér, telja dýrafræðingarnir að svamparnir og holdýrin séu komin af frumdýrunum og ormarnir aftur af holdýrunum. Ef við gerum ráð fyrir að frumdýrin hafi komið til sögunnar fyrir um eitt þúsund milljónum ára, þá hafa holdýr og svampar verið að myndast af þeim, og svo ormarnir, þeir ófullkomnustu, eins og flatormarnir út frá holdýrunum á næstu fimm hundruð áramillj- ónum, þannig að allir þessir flokkar hafa verið komnir til sög- unnar fyrir um fimm hundruð milljónum ára. Allar þessar fylk- ingar hafa orðið til í vatni eða öllu heldur sjó og þaðan hafa holdýrin og svamparnir aldrei komizt. Á hinn bóginn hefir ormun- um auðnazt að nema land og nægir þar að benda á ánamaðkinn. Alveg sérstök hefir orðið saga þeirra orma, sem lögðu fyrir sig sníkjulíf, saga þeirra og lifnaðarhættir eru einhver merkilegasti kaflinn í dýrafræðinni. Frá ormunum eru öll önnur dýr í heiminum komin, þó er ekki svo að skilja, að sami ormaflokkurinn hafi myndað allar fylkingarnar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.