Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 7S 'IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII. Þróunarkenningin og forngróðurinn. Síðan á dögum Darwins hefir þróunarkenningin verið ríkjandi í allri náttúrufræði. Hún brauzt fram sem árstraumur, ruddi hindrununum af leið sinni og gagntók hugi manna. Að lokum var litið á þróunarkenninguna sem sjálfsagðan hlut, er skýrði fjölda fyrirbrigða, sem annars væru óskiljanleg. Andstæðar radd- ir voru ofurliði bornar og flestir gleymdu, að fullkomnar sann- anir vantaði í raun og veru fyrir kenningunni. En gagnrýnin. sofnaði þó ekki að fullu og öllu og nú virðast hættulegar hindr- anir vera í farvegi fljótsins. Á síðustu árum hefir mikið verið unnið að því að rannsaka erfðir og hvernig nýjar tegundir mynd- ast. Það hefir komið í ljós, að lífverurnar eru byggðar úr eind- um, sem lífskjörin ekki geta haft áhrif á að jafnaði. Þetta get- ur illa samrýmzt því, að stöðug þróun fari fram. Aðeins erfða- eiginleikar ganga í ættir, en ekki áunnir eiginleikar. Til þess að tegund geti verið breytileg, þurfa örfin (arf gen) að breytast. Eru þá slíkar breytingar til? Já, mesti sægur. En sameiginlegt með þeim öllum er það, að þær virðast ekki nýjar, en aðeins gamlar endurtekningar. Hjá ýmsum jurtum stökkbreytast stöð- ugt allmargar þeirra án sýnilegra orsaka. örfin eru þannig ó- stöðug, og hafa ætíð verið það, svo að nýtt er þetta alls ekki. En hvers vegna myndast þá ekki stöðugt fjöldi nýrra tegunda? Or- sökin er sú, að afbrigðin, sem koma fram við stökkbreytingar, eru venjulega veikbyggðari en foreldrarnir og ekki samkeppnisfær í baráttu lífsins. Þau aðeins koma og hverfa. Stökkbreytingarnar sanna því ekki þróunarkenninguna. Á miðri 19. öld sýndi Hoff- meister fram á það, að ekki væri nein gjá milli gróplantna og fræplantna, eins og Linné o. fl. höfðu álitið. Þróun fóstursins, frjóvgunin, kynslóðaskiptin sönnuðu, að mikið væri líkt með mos- um, burknum, berfrævingum og dulfrævingum. Af þessu var síð- ar dregin sú ályktun, að um þróun væri að ræða og fræplönt- urnar væru afkomendur gróplantnanna. Orsök þessarar þróunar væru breytt skilyrði, aðallega minnkandi raki á jörðinni. Af þess- um gróðri, sem nefndur hefir verið, voru mosarnir elztir og blóm- jurtirnar yngstar samkvæmt þróunarkenningunni. Þetta virðist sennilegt. En er það áreiðanlega rétt? Því miður, það veit eng- inn. Hvar er helzt fræðslu að leita? Meðal steingervinga og ann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.