Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 29

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 7S 'IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII. Þróunarkenningin og forngróðurinn. Síðan á dögum Darwins hefir þróunarkenningin verið ríkjandi í allri náttúrufræði. Hún brauzt fram sem árstraumur, ruddi hindrununum af leið sinni og gagntók hugi manna. Að lokum var litið á þróunarkenninguna sem sjálfsagðan hlut, er skýrði fjölda fyrirbrigða, sem annars væru óskiljanleg. Andstæðar radd- ir voru ofurliði bornar og flestir gleymdu, að fullkomnar sann- anir vantaði í raun og veru fyrir kenningunni. En gagnrýnin. sofnaði þó ekki að fullu og öllu og nú virðast hættulegar hindr- anir vera í farvegi fljótsins. Á síðustu árum hefir mikið verið unnið að því að rannsaka erfðir og hvernig nýjar tegundir mynd- ast. Það hefir komið í ljós, að lífverurnar eru byggðar úr eind- um, sem lífskjörin ekki geta haft áhrif á að jafnaði. Þetta get- ur illa samrýmzt því, að stöðug þróun fari fram. Aðeins erfða- eiginleikar ganga í ættir, en ekki áunnir eiginleikar. Til þess að tegund geti verið breytileg, þurfa örfin (arf gen) að breytast. Eru þá slíkar breytingar til? Já, mesti sægur. En sameiginlegt með þeim öllum er það, að þær virðast ekki nýjar, en aðeins gamlar endurtekningar. Hjá ýmsum jurtum stökkbreytast stöð- ugt allmargar þeirra án sýnilegra orsaka. örfin eru þannig ó- stöðug, og hafa ætíð verið það, svo að nýtt er þetta alls ekki. En hvers vegna myndast þá ekki stöðugt fjöldi nýrra tegunda? Or- sökin er sú, að afbrigðin, sem koma fram við stökkbreytingar, eru venjulega veikbyggðari en foreldrarnir og ekki samkeppnisfær í baráttu lífsins. Þau aðeins koma og hverfa. Stökkbreytingarnar sanna því ekki þróunarkenninguna. Á miðri 19. öld sýndi Hoff- meister fram á það, að ekki væri nein gjá milli gróplantna og fræplantna, eins og Linné o. fl. höfðu álitið. Þróun fóstursins, frjóvgunin, kynslóðaskiptin sönnuðu, að mikið væri líkt með mos- um, burknum, berfrævingum og dulfrævingum. Af þessu var síð- ar dregin sú ályktun, að um þróun væri að ræða og fræplönt- urnar væru afkomendur gróplantnanna. Orsök þessarar þróunar væru breytt skilyrði, aðallega minnkandi raki á jörðinni. Af þess- um gróðri, sem nefndur hefir verið, voru mosarnir elztir og blóm- jurtirnar yngstar samkvæmt þróunarkenningunni. Þetta virðist sennilegt. En er það áreiðanlega rétt? Því miður, það veit eng- inn. Hvar er helzt fræðslu að leita? Meðal steingervinga og ann-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.