Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 24
68 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN .iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiir hún er ástúðleg og umhyggj usöm og gerir ungviðið svo dásamlega úr garði við upphaf lífsins, þá er hún jafnframt grimm og eyðslu- söm og tortímir þessum listaverkum sínum svo miljónum skiptir, svo að aðeins mjög lítill hluti hverrar kynslóðar nær fullum þroska. Sigurður Pétursson. Randaflugan á Reykjum í Hjaltadal. Dag einn nálægt miðjum síðastliðnum vetri var Þórólfur bóndi á Eeykjum í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu að hrista töðu í fjós- hlöðu sinni. Finnur hann þá randaflugubú í heyinu og var hun- ang allmikið í því. Tvær randaflugur lágu í eins konar dái á kökunni og þótti bónda bera hér vel í veiði með athugun á lifn- aðarháttum þessara kvikinda. Bar hann búið inn í fjós og kom því fyrir á góðum stað. En það er af randaflugunni að segja, að er þær kenndu ylinn í fjósinu, röknuðu þær úr rotinu og tóku að suða. Brátt komu þær út og svifu um fjósið hátt og lágt, en sóttu þó mest á ljósið. Varð það annarri flugunni að bana, því að hún brenndi sig. Hin lærði aftur á móti að vara sig og kunni vel að rata á búið sitt, jafnvel þótt það væri fært úr stað, að henni fjarverandi. Sonur bónda, tíu ára gamall, tíndi hálfblikn- aða sltarifífla úr heyjum og bauð randaflugunni. Þáði hún góð- gerðirnar að lokum og saug fíflana eitthvað lítilsháttar, en nærð- ist að öðru leyti á hunangi búsins. Að nokkrum dögum liðnum tók fólkið eftir því, að fluguskömmin var að verða fjörlaus og eins og úti á þekju, sem nefnt er. Sögðu fróðir menn, að hún þyldi ekki myrkrið og fjóslyktina. Var þá rætt um, hversu með hana skyldi farið framvegis, en áður en úrlausnir fengjust, fékk hún svo alvarlegan doða, að hún datt í vatnið hjá Huppu — og drukknaði. Ari Þorvaldsson. Hvammi. Ath.: Þetta hefir ekki verið randafluga, heldur villibýfluga. Á.F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.