Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 69 .iimiimimiiimiiimmiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimuimmiiiiimiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimimiimmiiiiiimmimiiimiimmiimiiii Draumurinn um vatnsræktina. Það hefir lengi verið eitt af mestu vandamálum grasafræðinnar og þeirra vísindagreina, er hún styðst mest við, hvernig unnt yrði að rækta ýmsar jurtir án jarðvegs og sólarljóss í húsum inni, því að allt slíkt myndi auðvelda mjög alla tilraunastarfsemi við líf- eðlisfræði og erfðafræði. En sökum þess, að vísindunum er enn ekki að fullu ljóst, hvaða efni eru nauðsynleg fyrir eðlilegt líf jurtanna, er enn þá engin lausn fengin á þessu mikilsverða við- fangsefni, þótt til séu nú ýmsar uppskriftir af efnablöndum, sem nothæfar eru innan vissra takmarka við ræktun jurta án jarðvegs. Þær þjóðir, sem lengst hafa komizt við tilraunir með hina svo- nefndu vatnsrækt, eru Rússar og Bandaríkjamenn. 1 báðum ríkj- unum hafa tilraunirnar staðið yfir í fjölda mörg ár, en vísinda- menn hvorugs landsins hafa þó enn ekki náð nokkrum fullnaðar- árangri, þótt markið nálgist án efa. Fyrir nokkrum árum hófu nokkrir amerískir efnafræð- ingar og verkfræðingar, sem aðstoðað höfðu ýmsa grasafræðinga við rannsóknartilraunir þeirra, skriftir í alþýðleg tímarit um for- tíð og framtíð vatnsræktarinnar. Og af ýmsum ástæðum tókst þeim að vekja svo áhuga fólksins á efninu, að upplög tímaritanna seldust upp á skömmum tíma, því að af greinunum varð ekki annað sýnilegt, en að nú væri hægt að rækta allar hugsanlegar jurtateg- undir í bala allt árið um kring í húsum inni, hvar sem væri á hnettinum. Árið 1938 datt svo tveim amerískum efnafræðingum í hug að skrifa heila bók á alþjóðlegu máli um ræktun jurta í vatnsblöndun. Þessir tveir menn heita C. Eltis og M. W. Swaney, og hina litlu bók sína kölluðu þeir „Soilless Growth of Plants“. Báðir höfðu þeir unnið með grasafræðingum að tilraunum með ræktun jurta án jarðvegs, og báða dreymdi þá um hina miklu framtíð, er vatns- ræktin gæti átt í vændum, ef hún tækist vel, svo að þeir sögðu ekki aðeins það, sem eru vísindalegar staðreyndir nú þegar, heldur bættu þeir við draumum sínum og þrám, svo að allt leit út fyrir að vera fullkomið og gott. En frá sjónarmiði grasafræðinnar eiga vísindin enn langt í land á þessu sviði, og einhver færasti vísinda- maður á Norðurlöndum í lífeðlisfræði jurta, Georg Borgström í Lundi, lýsti því yfir í vor, að villur þessarar litlu bókar væru svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.