Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 17 hana kennt. Borgarfjörður eystra er fremur lítið en frjósamt hérað. Há fjöll eru á báða vegu. Á vesturströndinni er talsvert láglendi cfan við þorpið og mýrlent mjög. Inn af firðinum gengur allbreiður og grösugur dalur, Fram af honum er Hólalandsdalur og fleiri dalverpi. Borgarfjarðarfjöllin eru víða einkennileg og tindótt mjög. Mjóir drangar, líkt og uppréttir fingur, eru sums staðar á fjallabrúnunum. Austan megin fjarðarins eru víða brattar og blásnar líparítskriður ofantil í fjöllunum, en hóla- hrúgöld hið neðra. Eru þar margar tjarnir milli hólanna. Hér og þar eru samt gróðurgeirar neðan frá láglendi og upp á brúnir og sums staðar einstakir gróðurblettir eins cg eyjar á víð og dreif í hlíðunum. Geirarnir og grashólmarnir eru leifar af fornum skrúða, sem uppblásturinn öldum saman hefir verið að tæta af fjöllunum. Vestan fjarðarins eru hlíðarnar gróðursælli. Vestur- fjöllin eru hrikaleg, einkum Dyrfjöll, sem gnæfa yfir byggðina, 1136 m á hæð. Þau eru brött og draga nafn af djúpu skarði, sem gengur þvert í gegnum þau, eins og dyr í hrikalegum hamraveggnum. Eru Dyrfjöll ærið svipmikil og sveitarprýði hin mesta. Samt nýtur fegurð þeirra sín betur sums staðar á Fljótsdalshéraði. Á Gilsár- völlum varð vart jarðskjálfta síðara hluta sumars 1937. Fjarðará varð þá skyndilega alveg rauð af leir og hélzt það lengi. Um haustið sást allmikið jarðrask frammi í Lambadal. Voru þar komnar sprungur þvert og endilangt neðan til í fjallshlíðinni. Tjarnir umrótuðust einnig. Ég kom á þessar stöðvar 29. júlí 1940. Sáust sprungurnar ennþá greinilega í jarðveginum, Er þarna gangur úr blágrýti og sprunga fram með honum endilöng- um, alldjúp að sjá og forn. Örskammt innar í dalnum eru hryggir úr rauðu gjalli samhliða hinum. Þar eru á nokkru svæði stór, rauð, gjallkennd björg, ofanjarðár, á víð og dreif og rauð hraun- mylsna á milli. Milli þessara hryggja eru nýju sprungurnar allt niður að á, en ósprungið er fyrir ofan uppi við fj.allið, á bak við. Skiptir um við þverhrygg og hólaröð, ósprungið fyrir ofan, en krosssprungið fyrir neðan. Hafa auðsjáanlega verið umbrot í jörðu þarna fyrr á tímum, það sýnir gjallið og allmargar fornar sprung- ur. Oft er snjóþungt í Borgarfirði eystra. En víða er grösugt á láglendi og mjög þroskal'egur lynggróður í snjósælum fjallalilíð- unum. Eru ræktunarskilyrði miklu betri í þessu héraði en í fjörðunum fyrir sunnan. Lágvaxið skógarkjarr er ennþá á tveim- ur stöðum. Álitlegustu skógarleifarnar eru 1 Geirishólum og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.