Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 26
20
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
bland af grasmóa- og holtagróðri. Er lítið um grasmóa í Borg-
arfirði. Móasef (Juncus trifidus) er allvíða ríkjandi í holtum,
einkum á þúfnakollunum. Aðrar algengustu jurtir í holtunum
eru stinnastör, ljónslappi, gulmaðra, blóðberg, mosajafni, ilm-
reyr og krækilyng. Þursaskegg, sem venjulega er trúr föru-
nautur móasefsins, vex hér aðeins á strjálingi. Aftur á móti
eru allstórir þursaskeggsblettir í Tóarfjalli ( Njarðvík). Ýmsar
fleiri jurtir vaxa á víð og dreif í móasefsgróðurlendinu, t. d.
hærur, sýkigras, brjóstagras, bláberjalyng, kattartunga, maríu-
vöttur og fjallasmári, sem sums staðar vex í holtabörðunum
alveg niður að sjó. Á melunum vaxa einkum lambagras, holta-
sóley, blóðberg, smjörlauf, krækilyng, sauðvingull og móasef.
Á rökum aurum, eða þar sem deigla er í jörð á melunum, er
auragras eða gullsteinbrjótur (Saxifraga aizoides) algengur. í
klettunum í Álfaborginni vaxa skriðuhnoðri (Sedum annuum)
og köldugras (Polypodium vulgare). Helztu klettjurtir aðrar eru
tóugras, burnirót, steinbrjótar, Ólafssúra, holurt og vinglar. Á
láglendinu eru stórir mýraflákar. 'Eru mýrarnar hallandi og hálf-
þýfðar. Mýrastör (Carex Goodenoughii) er ríkjandi víðast hvar.
Innanum mýrastörina er allmikið af engjarós, blátoppastör,
mýrafinnungi, fitjafinnungi, hrafnafífu, vetrarkvíðastör og
hengistör. Mýrastörin er víðast yfirgnæfandi, en samt eru sums-
staðar blettir, sem nefna mætti mýrastarar-hrafnafífu-gróður-
félag, mýrarstarar-vetrarkvíða-gróðurfélag eða mýrarstarai'-
hengistarar-gróðurfélag. Hér og þar er mýrafinnungur (Scirpus
cæspitosus) ríkjandi á smá-blettum, einkum uppi' í hlíðunum og
fram til dala. Á þúfnakollunum eru mýrelfting, hárleggjastör,
brjóstagras og kornsúra algengar. Tvær fagrar blómjurtir, blá-
klukka (Campanula rotundifolia), og dýragras (Gentiana nivalis)
vaxa líka víða í mýrunum. ígulstör (Carex stellulata) er einnig
algeng. Flóablettunum í Borgarfirði má skipta í fjóra flokka
eftir ríkjandi jurtum á hverjum stað: 1. Klófífuflóinn (Erio-
phorum polistachium), 2. gulstararflóinn (Carex Lyngbyei), 3.
vetrarkvíðaflóinn (Carex chordorrhiza) og 4. hrafnastararflóinn
(Carex saxatilis). Hengistör og flóastör vaxa á strjálingi innan-
um. Ennfremur tjarnarstör (C. rostrata). Á uppgrónum aurum
og í tjörnum eru sums staðar stórar tjarnarstararbreiður. Smá-
tjarnir eru víða. Auk tjarnarstararinnar vaxa þar einkum ló-
fótur, fergin, mógrafabrúsi, fjallnykra, þráðnykra og síkjamari.
í síkjum við Fjarðarárós vex síkjabrúða í stórum flækjum. Þar