Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 51

Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 51
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 45 vík, sér einnig fyrir þessum stuðluðu basaltfleygum og má af því ráða, að þótt eyjan liggi ekki á sjálfum gosstaðnum, þá hefir hann verið nálægt henni, sennilega skammt fyrir norðvestan Heiðnaberg. Þrátt fyrir Lambhöfðan vestur úr eynni er hún nokkru lengri frá norðri til suðurs, og nokkur hundruð metra suður af henni stendur hár, en örmjór drangur, kallaður Kerling. Norður af henni sést enn fyrir rústum af öðrum drang, er nú er löngu fallinn og nefndist karlinn. Sýnir þetta meðal annars, hvernig gengið hefir á áðurnefndan rinda á langveginn, því að þetta eru eftirstöðvar af honum. Til þessarar afstöðu má rekja hin fyrstu fræði, sem finnast, um myndunasögu Drangeyjar, enda gengu þau um í þjóðsöguformi. Samkvæmt þeim var Drangey upp- runalega risavaxin belja, sem tröllkarl og kerling ætluðu að leiða milli stranda, en döguðu uppi á miðjum firði. En söguna má að vissu leyti til sanns vegar færa, því dropsöm hefir Drangey verið Skagfirðingum. Þar hafa þeir löngum tekið 50— 80.000 svartfugla á vori hverju, auk annarra nytja, og hefir þá ýmsum ekki orðið það minni fengur, en vorbæra í búi. Eins og margir munu kannast við frá Grettissögu, þá þótti Drangey ekki árennileg til uppgöngu, enda er hún þverhnýptur hamraveggur allt í kring. Nú er þó uppgöngu auðið frú Upp- gönguvík án nokkurs hjálparútbúnaðar öðrum en festi, til að lesa sig upp 2—3 mannhæða hátt standberg við efstu brún. Er þá fyrst gengið upp með Lambhöfðanum, þar til náð er um það bil hálfri hæð. Þar þarf að ganga þvers fyrir framstandandi bergbrík, til þess að komast í gjá hinum megin bríkurinnar, en þar er eini möguleikinn fyrir áframhaldandi uppgöngu. Sillan, sem verður að feta sig eftir fyrir berghleinina, nær ekki meter að breidd, en standberg fram af niður í sjó. Silla þessi er einn af basaltfleigunum og því hin haldbezta að öllu leyti. Þar mun þó margur viðvaningurinn hafa fundið til ónota. En staðurinn er þrautvígður af Guðmundi góða og þar hafði hann bænagjörð. Síðan heitir staðurinn altari, og Guðmundur lagði svo fyrir, að þar skyldi hver maður gera bæn sína, áður en um gengi, í hvert skipti er farið var upp eða ofan af eynni, enda er svo talið, að þar muni engum manni hafa borizt á síðan. Sennilega hefir þessi siður haldizt um langan aldur og sjálfur var ég vitni að því, að honum var ekki gleymt af sjómanni, sem fyrir rúmum 30 árum varð mér samferða upp á eyna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.