Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 81
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
75
ofan jarðar alveg norður í lindirnar. Árið 1938 og 1939, kom ég í
Herðubreiðarlindir um mánaðamótin júlí og ágúst og var hvorugt
árið nokkur breyting sjáanleg. Loks kom ég þarna sumarið 1940
í ágústbyrjun. Þá var lækurinn úr vötnunum og tvö norðari
vötnin horfin og var nú þar þurr og harður leirbotn, sem þau
höfðu verið. Syðsta vatnið var lítið breytt, að því undanskildu,
að yfirborð þess hafði lækkað lítilsháttar.
Fyrst er vitað um vötn þessi 1932, þegar landmælingamar eru
gerðar þarna og er sennilegt, að þau séu ekki gömul. Botn lægð-
arinnar, sem vötnin eru í, er sennilega fyrir skömmu orðinn
vatnsheldur og nú hefir hann svikið, svo nokkur hluti vatnanna
hefir hlaupið niður í hraunið.
Um 25—30 km suður frá Herðubreiðarlindum, milli Vaðöldu
og Dyngjufjalla, var vatn, sem hét Dyngjuvatn. Thoroddsen sýnir
þarna stórt vatn á korti sínu cg vafalaust hefir þarna verið stórt
vatn í vorleysingum, sem svo hefir minkað mikið er á sum-
arið leið. Vatn þetta hefir verið miklum breytingum undirorpið.
Sumarið eftir vikurgosið 1875, voru þarna aðeins smápollar, sam-
kvæmt frásögn Englendingsins Watts. Samkvæmt nýju mæling-
unum í Ódáðahrauni er þarna dálítið vatn, en miklu minna en
Thoroddsen sýnir. Sumarið 1938, mun vatn þetta hafa verið
nokkur hundruð m í þvermál. Sumarið 1939 var þarna aðeins
ofurlítil tjörn, en 1940 er vatnið horfið með öllu. Athuganir þess-
ar eru öll sumurin gerðar í ágústbyrjun.
Ekki veit ég, hvort vatn þetta hefir fengið framrás neðan-
jarðar, en tel það þó vafasamt. Það tel ég sennilegra, að hnignun
vatnsins valdi hraungos þau, sem nýlega hafa orðið í allt að 10
km langri sprungu sunnan í Dyngjufjöllunum. Gos þessi hafa
líklega orðið einhverntíma milli 1920 og 1930. Hraun þetta liggur
óslitið frá Thoroddsenstindi og langt suður á sanda og hefir vafa-
laust lokað fyrir vatnsrennsli úr suðurhluta fjallanna og sunnan
af söndunum norður til Dyngjuvatns og af þessum ástæðum hefir
vatnið þorrið.
Nú er botn Dyngjuvatns skraufþur síðara hluta sumars og þak-
inn gráum vikri og sýna hin fornu vatnsmörk, að vatn þetta
hefir verið um 10—15 ferkílómetrar að stærð, en mjög grunnt.