Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 175 Þorbjörn Sigurgeirsson: Kísileíni (Silikon) Amerískir efnafræðingar eru nú í þann veginn að koma frarn á sjónarsviðið með nýjan flokk gerfiefna, sem er liliðstæður hinum fjölþætta flokki kolefnasambandgnna, sem iðnaður nútímans notar sér í stærri og stærri stíl. Hér nægir að minna á efni, sem allir þekkja, eins og gerfisilki og tilbúið gúm, sem l'ramleitt hefur verið í stórum stíl nú á stríðsárunum. í þessum nýja flokki gerfiefna, sem hér verða nefnd silikon, hefur kísill komið í stað kolefnis, sem bindandi liður í hinum löngu mólekúlkeðjum. Þetta gerir að verkum, að silikonin fá ýmsa dýrmæta eiginleika, sem kolefnasamböndin ekki hafa, t. d. þola þau vel hita og geta ekki brunnið. Efnafræðingarnir liafa lengi vitað, að kísill og kolefni hafa að ýmsu leyti svipaða kemiska eiginleika, og hafa Iiaft augun opin fyrir möguleikum þeim, sem þetta gefur. — Það er þó fyrst síðustu tíu árin, að rannsóknir í þessu skyni hafa verið reknar af fullu kappi og alvöru. En nú síðustu árin hafa draumar efnafræðinganna tekið að rætast, og það í svo fullum mæli, að það yfirstígur jafnvel djörf- ustu vonir þeirra. Oll silikon eru gerð úr sömu hráefnum — olíum, salti og sandi —, en ]ró eru efni þessi mjög fjölbreytt að útliti og eiginleikum. Sum eru loftkennd, önnur grjóthörð, sum þunnfljótandi, vatnstærir vökv- ar, önnur þykk eins og olía og ennþá önnur föst, en þó beygjanleg og teygjanleg eins og gúm. En í hvaða formi sem þau birtast, þá sýna þau slíka ómetanlega eiginleika, að fullyrða má, að þau muni skapa byltingu innan iðnaðarins á ýmsum sviðum. Einn af eiginleikum þessara silikon-efna er fráhrindingarafl það, sem þau liafa á alla vætu. Ef þerripappír er lialdið örstutta stund í silikon-gufu, fær Jiver þráður í pappírnum á sig silikon-lnið, sem er svo þunn, að hún sést ekki í smásjá, en þó nægir liún til þess að hindra það, að nokkur vatnsdropi konrist inn í pappírinn. Áður saug pappírinn vatnið í sig eins og svampur, en nú lirynja droparnir af, án þess að skilja eftir minnsta vott af vætu. Þrátt fyrir það, hve þunn silikon-húðin er, þá er liún þó svo lialdgóð, að pappír, sem var með- höndlaður á þennan hátt fyrir þrem árum síðan, lieldur ennþá full-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.