Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 8
2 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN var þó kærkomin fæða, hvort sem hann var borinn á borð nýr eða hertur. Með því að ég var aðstoðarmaður Grænlandsstjórnarinnar, sem fiskifræðingur, hafði ég gott tækifæri til þess að fylgjast með hinu stórfenglega ævintýri, sem var að gerast í sjónum, og athuga þróun þá, sem skapaðist í afkomu og lifnaðarháttum Grænlendinga. Verður hér á eftir reynt að gera nokkra grein fyrir þessu í stuttu máli. Þegar ég kom í fyrsta skipti til Grænlands, sem aðstoðarmaður á hafrannsóknarskipinu „Dana“, árið 1925, höfðu þorskveiðar þar þegar verið stundaðar í um það bil 14 ár. Afíinn hafði þangað til verið mjög lítill, en farið þó hægt vaxandi. Árið 1925 veiddust þannig samtals aðeins 1 þúsund smálestir. Þorskveiðarnar voru þá ekki farnar að setja þann svip á hið daglega líf þjóðarinnar í þorp- um og dreifðum byggðum sem síðar varð. Ef maður gekk um þorpin, eins og t. d. Sukkertoppen, Holstensborg og jafnvel sjálfan höfuð- staðinn, Godthaab, þá hlutu óhrein og lítilsigld fátækrahverfi, eins og t. d. Österbro og aðrir staðir í Sukkertoppen og íslandsdalurinn í Godthaab, að verða á vegi manns. Þegar þorskveiðarnar fóru að aukast á næstu árum, þá breyttust þessi hverfi fullkomlega. Allir gátu tekið þátt í veiðunum, einnig konur, börn og gamlir menn, sem ekki gátu notað húðkeipana, og nú barst mikill fengur í bú. Þegar tekj- urnar fóru að aukast, lifnaði löngunin til þess að koma sér upp sæmi- legum húsum. Trjávörur voru keyptar fyrir beinharða peninga hjá verzlununum og timburhús voru byggð. Varð nú að senda meira af timbri frá Danmörku en nokkurn tíma hafði þekkzt áður. Moldar- kofarnir hurfu smátt og smátt. Þeir urðu að víkja fyrir timburhús- unum, og fátækrahverfin tóku néi fullkominni breytingu. Skömmu eftir 1930 var ekki einn einasti moldarkofi eftir, hvorki í Godthaab eða Sukkertoppen. Þó vildi takast misjafnlega til með byggingu nýju húsanna, því Grænlendingar voru ekki allir jafn góðir smiðir. Af sparnaðarástæðum voru húsin ekki alltaf byggð jafn lilý og þétt og þörf hefði verið, og það er óhætt að segja, að mörg þeirra stóðu gömlu torfhreysunum að baki í vetrarhörkunum. En smátt og smátt var ráðin bót á þessum byrjunarmistökum. Utan aðalþorpanna gekk þessi þróun miklu hægar, og þar er ennþá víða margt torfkofa. Það var danska dýrafræðingnum, próf. Ad. S. Jensen að þakka, að fyrsta þorskveiðistöðin var sett á stofn við Fiskenæsset, en prófess- orinn hafði stjórnað fiskirannsóknum, sem gerðar voru við Vestur- Grænland .1908 og 1909 á seglskipinu „Tjalfe“. í byrjun var mjög lítið um þorsk á þessum slóðum. Ástæðan til þess, að Fiskenæsset varð fyrir valinu, sem ver eða veiðistöð, var sú, að þarna var eini

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.