Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 8
2 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN var þó kærkomin fæða, hvort sem hann var borinn á borð nýr eða hertur. Með því að ég var aðstoðarmaður Grænlandsstjórnarinnar, sem fiskifræðingur, hafði ég gott tækifæri til þess að fylgjast með hinu stórfenglega ævintýri, sem var að gerast í sjónum, og athuga þróun þá, sem skapaðist í afkomu og lifnaðarháttum Grænlendinga. Verður hér á eftir reynt að gera nokkra grein fyrir þessu í stuttu máli. Þegar ég kom í fyrsta skipti til Grænlands, sem aðstoðarmaður á hafrannsóknarskipinu „Dana“, árið 1925, höfðu þorskveiðar þar þegar verið stundaðar í um það bil 14 ár. Afíinn hafði þangað til verið mjög lítill, en farið þó hægt vaxandi. Árið 1925 veiddust þannig samtals aðeins 1 þúsund smálestir. Þorskveiðarnar voru þá ekki farnar að setja þann svip á hið daglega líf þjóðarinnar í þorp- um og dreifðum byggðum sem síðar varð. Ef maður gekk um þorpin, eins og t. d. Sukkertoppen, Holstensborg og jafnvel sjálfan höfuð- staðinn, Godthaab, þá hlutu óhrein og lítilsigld fátækrahverfi, eins og t. d. Österbro og aðrir staðir í Sukkertoppen og íslandsdalurinn í Godthaab, að verða á vegi manns. Þegar þorskveiðarnar fóru að aukast á næstu árum, þá breyttust þessi hverfi fullkomlega. Allir gátu tekið þátt í veiðunum, einnig konur, börn og gamlir menn, sem ekki gátu notað húðkeipana, og nú barst mikill fengur í bú. Þegar tekj- urnar fóru að aukast, lifnaði löngunin til þess að koma sér upp sæmi- legum húsum. Trjávörur voru keyptar fyrir beinharða peninga hjá verzlununum og timburhús voru byggð. Varð nú að senda meira af timbri frá Danmörku en nokkurn tíma hafði þekkzt áður. Moldar- kofarnir hurfu smátt og smátt. Þeir urðu að víkja fyrir timburhús- unum, og fátækrahverfin tóku néi fullkominni breytingu. Skömmu eftir 1930 var ekki einn einasti moldarkofi eftir, hvorki í Godthaab eða Sukkertoppen. Þó vildi takast misjafnlega til með byggingu nýju húsanna, því Grænlendingar voru ekki allir jafn góðir smiðir. Af sparnaðarástæðum voru húsin ekki alltaf byggð jafn lilý og þétt og þörf hefði verið, og það er óhætt að segja, að mörg þeirra stóðu gömlu torfhreysunum að baki í vetrarhörkunum. En smátt og smátt var ráðin bót á þessum byrjunarmistökum. Utan aðalþorpanna gekk þessi þróun miklu hægar, og þar er ennþá víða margt torfkofa. Það var danska dýrafræðingnum, próf. Ad. S. Jensen að þakka, að fyrsta þorskveiðistöðin var sett á stofn við Fiskenæsset, en prófess- orinn hafði stjórnað fiskirannsóknum, sem gerðar voru við Vestur- Grænland .1908 og 1909 á seglskipinu „Tjalfe“. í byrjun var mjög lítið um þorsk á þessum slóðum. Ástæðan til þess, að Fiskenæsset varð fyrir valinu, sem ver eða veiðistöð, var sú, að þarna var eini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.