Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 32
26
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Poulsen, Þorv. Tlioroddsen, Hjalmar Jensen,
]. Gandrup og M. Lund. Ritgerð J. Boye-
Petersen um blágræna þörunga, The Fresh-
Water Gyanophycea of Iceland, kom út árið
1923. Eru þar taldir allir blágrænir þörungar
úr vötnum á íslandi, senr höfundurinn sjálf-
ur eða aðrir hafa ákveðið, alls 120 tegundir,
margar þeirra úr hverum og laugunr. Seinni
ritgerð J. Boye-Petersen, The Aerial Algae of
Iceland, konr út 1928. Eru þar taldar 173 teg-
undir al kísilþörungum, 31 af grænþörung-
um og 1 rauðþörungstegund. Auk þess er get-
ið þar um 21 tegund af þörungum, senr fund-
ust í jarðvegssýnishornum, er M. Hansen
safnaði lrér 1925.
Undanfarin 3 sumur hef ég lítið eitt fengist við að safna þörung-
um aðallega úr vötnum og ám. Hef ég safnað sýnishornum víðs veg-
ar að, s. s. í Þingvallavatni og Sogi, í Mývatni og Laxá, í nágrenni
Reykjavíkur, á Snæfellsnesi, Hveradölum, austur á Möðrudal og
Hallormsstað og víðar. Af Jressum sýnishornum eru aðeins 65 til nú,
önnur hafa eyðilagst við geymsluna.
Það er mjög skemmtilegt að skoða vatnaþörunga í smásjá. Feg-
urð þeirra og íjölbreytni er nrikil. Það var jress vegna, að ég byrjaði
að safna þörungum, en ekki að yfirlögðu ráði. En það kom fljótt í
ljós, að það er erfitt að geyma sýnishornin óskemmd og það er líka
erfitt að greina þörunga til tegundar, og auðvitað ógerlegt nema að
hafa hentugar bækur.
Við geymslu á viðkvæmum þörungum eru til maigvíslegar að-
ferðir, en engin góð. Stórvaxna og sterkbyggða þörunga rná þurrka
nreð ólímdum pappír eins og æðri plöntur. Veikbyggðari þörunga
má líka oft þurrka á sama hátt, ef þeir eru fyrst lagðir á límdan
pappír. Er jurtin þá lögð í skál með vatni, svo að hún breiði vel úr
sér, en síðan er rennt undir liana pappírsörk, og er jurtin látin leggj-
ast gætilega á örkina um leið og hún er tekin upp úr vatninu.
Smávaxna þörunga er algengast að geynra í vökva. Af slíkum
vökvum eru til margar tegundir en allar skaða þær þörungana tals-
vert og gera síðari athuganir á þeinr erfiðari. Yfirleitt er því leitast
við að greina þörungana nreðan jreir eru nýir, en eins og gefur að
Anabatna, blágrænn þör-
ungur, 200-föld stækkun.
(Ljósm. Sig. I’ctursson).