Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 38
82 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN breytt í lofttegundirnar, sést, að vetnið í því er helmingi meira að rúmtaki en ildið. Ýmsir, sem óánægðir voru með orðið köfnunarefni, hafa um liríð reynt að koma á framfæri í þess stað orðinu liyldi, sem er myndað með hljóðvarpi af orðinu hold og á að minna á það, að þetta er eitt af lielztu efnunum í lfkömum manna og dý.ra. Nú er þetta orð engan veginn viðkunnanlegt. Það er auk þess óhæft af þeirri ástæðu, að efnið, sem það á að tákna, er alls ekki aðalefni Ivoldsins, jafnvel þó að sleppt sé vatninu, sem nemur þrenr fjórðu hlutum af efni venju- legra vöðva. I öllu holdi er meira liæði af ildi og kolefni, og raunar er það kolefnið, sem einkennir holdefnin öðrum fremur. Orðið liyldi er því ekki réttnefni. Af því að ég hef það á samvizkunni að hafa viðhaft orðið iiyldi nokkrum sinnum í ræðu og riti og stuðlað að bókfestingu þess (Nátt- úrufr., 1. liefti, 14. árg., 48. bls.), þó að því færi fjarri, að ég væri ánægður með það, þykir mér skylt að gera nokkra yfirbót með því að birta þessa greinargerð og skýra frá því, að fram er komið nýtt orð, sem virðist í alla staði vel til fundið, í stað orðsins köfnunarefni. Orðið er lyfti, Iivorugkynsorð myndað með hljóðvarpi af orðinu loft eins og vetni af orðinu vatn. Orðið lyfti táknar efni, sem er aðal- þáttur loftsins, eins og vetni táknar efni, sem er aðalþáttur vatnsins. Vetnið nemur 24 rúmtakshlutum vatnsins í fyrrgreindum skifningi, en lyftið nemur i/h rúmtakshlutum loftsins. Vetnið er ekki nema l/8 hluti vatnsins að þyngd, en lyftið nemur s/ þyngdarhlutum loftsins. Sé vetni réttnefni, þá er lyfti það einnig og jafnvel ennþá fremur. Það virðist því einsætt, að þetta orð beri upp að taka. Hin ágæta, rökrétta orðasamstæða, vetni, ildi og lyfti, mundi verða til prýði í íslenzku vísindamáli. Um upphaf orðsins lyfti skal þess getið til gamans, að okkur Hall- dóri Jónassyni ritstjóra datt það báðum í hug, hvorum í sínu lagi, nokkru eltir að við liöfðum átt tal saman um nauðsyn á góðu orði í þessari merkingu. Halldór ber þó að telja höfund orðsins, því að honum mun liafa dottið það fyrr í hug, enda átti hann upptökin að því, að þessi orðaleit var hafin. Raunar kemur í ljós, að þetta orð hefur dottið einhverjum góðum manni í liug löngu á undan okkur, þó að livorugum okkar væri það kunnugt, því að ég sé, að það stend- ur í orðabók Sigfúsar Blöndals, merkt sem nýyrði, er ekki hafi náð festu í málinu. F.n þar er það í merkingunni lofttegund. í þeirri merkingu er orðið að vísu mjög óheppilegt, einkum fyrir þá sök, að Jiað er naumast hæft í fleirtölu, enda er engin Jrörf á nýju orði þessarar merkingar, J>ví að lofttegund er fullgott orð. En í Jreirri merkingu, sem hér er í orðið lögð, kemur fleirtala aldrei til greina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.