Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 22
16
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Fyrir utan nýja hiisið.
smálestum af þorski, sem fóru í gegnum hendur verzlunarinnar.
Síðan liefur árgangurinn frá 1922 verið að smá ganga úr sér. Mikið
af lionum verið veitt, surnt af honum hefur dáið eðlilegum dauð-
daga og loks má gera ráð fyrir að margt hafi gengið til annarra miða.
Þó, bar talsvert á þessum árgangi enn árið 1939, einkum á norðlæg-
ari miðunum, en það hefur sýnt sig, að mest ber á gömlum fiski þar.
Yfirleitt Iialda árangarnir við Grænland tölunni þangað til þeir eru
orðnir 8 ára gamlir, en úr því hallar fljótt undan fyrir þeirn. Oft er
þó allmikið um þorsk, sent er 15 eða jafnvel 16 ára gamall. Elzti
þorskur, sem vitað er, að veiðzt liafi við Grænland, er eitthvað kring-
um 24 ára gamall, en af svo gömlum liski er þó mjög lítið. A stríðs-
árunum hefur verið safnað miklum gögnum af kvörnum til aldurs-
rannsóknar á þorski, nærri því frá öllum veiðistöðvum í Grænlandi.
Hér er að ræða um mörg þúsund af fiski, og þegar rannsóknum á
því öllu hefur verið lokið, munum við geta gert okkur góðar hug-
myndir um þorsksstolninn, eins og hann Iiefur verið á árunum 1940
-1945.
Allur sá þorskur, sem aldurákvarðaður hefur verið, hefur einnig
verið mældur, og með því að bera sarnan stærð og aldur, Iiefur feng-
izt. mjög glögg mynd af vexti þorsksins. Vöxturinn er hraðastur