Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 3 staðurinn, þar sem þorskurinn hafði sýnt sig nokkurn veginn reglulega, sumar eftir sumar. Árum saman var aflinn mjög tregur, en síðar byrjaði þorskur að ganga í stórum stíl. Hans varð fyrst. verulega vart í suðlægari héruðunum, Julia- nehaab og Frede- rikshaab, árið 1917, árið 1919 var liann kominn til Godt- liaab, og eftir 1922 var einnig talsvert um þorsk í Sukker- toppenhéraðinu. — 1928 náðu þorsk- göngurnar alla leið til Egedemindehér- aðs, og 1931 var þorskur kominn alla leið norður að Umanakfirði. Fyrstu veiðistöðvarnar, sem reknar höfðu verið meðan lítið var urn afla, þar sem danskir fiskimenn kenndu Grænlendingum aðferð- irnar, urðu að mjög miklu liði þegar frarn í sótti, vegna þeirrar reynslu, sem fengizt hafð’i, og gerðu kleift að hagnýta auðæfin, strax og þau bar að garði. Verin spruttu nú upp hingað og þangað eins og gorkúlur á túni. Fyrst við þorpin, en síðar á öðrum stöðum, þar sem mannabústaðir voru í nánd. Þannig voru veiðistöðvarnar orðnar 125 að tölu árið 1939. Fyrsta árið, sem þorskur fór að ganga í verulegum stíl, var 1926. Fram að þeim tíma hafði veiðin aukizt mjög hægt, en nú skipti fljót- lega um. Fiskurinn var frekar smár, aðeins 50—60 crn á lengd og 1—2 kg að þyngd, en ,af honum var mjög mikil mergð, og var nærri því sama hvar færi var rennt í sjóinn, alls staðar var þessi fiskur kominn á öngulinn. Grænlenzkur fiskimaður.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.