Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 48
42 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN HITT OG ÞETTA Ferðabók Sveins Pálssonar Ollum unnendum íslenzkrar náttúrufræði var hinn mesti fengur að því er Ferðabók Sveins Pálssonar kom út í íslenzkri þýðingu þeirra Jóns Eyþórssonar, Pálma Hannessonar og Steindórs Steindórs- sonar skömmu fyrir síðustu áramót. Með þessari myndarlegu og vönduðu bók er fyllt í eyðu íslenzkra bókmennta, sem alltof lengi hefir staðið auð. Sveinn Pálsson, rann- sóknir hans og rit hafa fram til þessa verið huliðsheimar, sem ekkí nema fáir útvaldir hafa átt kost á að skyggnast inn i. Bókin nær yfir öll aðalrit Sveins Pálssonar, auk formála, skýringa og registurs. Skiptist hún þannig: Formáli um handritið og bókina. Helztu rit Sveins Pálssonar. Um höfundinn og verk hans. (J. Eyþ.). I. Dagbækur: Dagbók 1791 og 1792 (St. St.). Dagbók 1793 (P. H.). Dagbók 1794 (J. Eyþ.). 11. Rit- gerðir: Jöklaritið. Eldritið (J. Eyþ.). Lýsng Gullbringusýslu. Lýsing Hegranessýslu (P. H.). Ferð til Fiskivatna sumarið 1795. Reykjanes- för 1796. Ferð til Geysis og Heklu sumrið 1797 (J. Eyþ.). III. Við- aukar: Anniversaria 1795 (J. Eyþ.). Anniversaria 1796 (J. Eyþ. og St. St.). Anniversaria 1797 (J. Eyþ.). Skrá um náttúrugripi, að mestu á latínu (St. St. og J. Eyþ.). Skýringar á atriðum úr lesmáli. Registur: A. Helztu rit og rithöfundar, senr S. P. vitnar í. B. Samheiti og atriðs- orð, dýra- og jurtaheiti. C. Staðanöfn og mannanöfn. D. Nokkur latnesk tegundaheiti, sem S. P. notar, en nú eru úrelt. í gegnum hinar miklu og merku náttúrufræðilegu ritgjörðir Sveins, sem á sumum sviðum voru algerlega brautryðjandi, má lesa hinn sérstæða og sterka persónuleika Iians. Þýðendurnir hafa unnið verk sitt af hinni mestu alúð og eru skýringar þeirra mjög fræðandi og vel fyrir komið. Er öll útgáfa bókarinnar hin prýðilegasta. S. Þ. Hinn þekkti landkönnuður, Lincoln Ellstvorth, hefir nýlega kom- ið fram með þá tillögu, að komið verði upp hópi af veðurathuguna- stöðvum á meginlandi Suðurheimskautalandsins. Telur hann, að þá fáist skilyrði til veðurspáa langt fram í tímann á öllu suðurhveli jarð- ar. Bendir EUsworth á, að Suðurheimskautslandið hafi mikil áhrif á veðráttu suðurhvelsins. Hefir hann sýnt fram á með athugunum, sem hvalveiðamenn hafa gert þar syðra, að eftir mikla kulda við Weddell- haf komi þurrkasumur í kornræktarbelti Suður-Ameríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.