Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 28
22
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Ulotrix zonata. a, þráður með bifgróum, sem myndast 2 í hverri frumu, 1—4, nokkur
slig grómyndunarinnar, sent koma hvert á eftir öðru. b, bifgró. c, þráður með kynfrum-
um, scm myndast lli í hverri frumu. d, kynfrumur, einstakar og samrunnar tvær og
tvær (Isogami). e, nýmynduð okfruma. (Eflir Uodel).
Kynfrumur þessar líta oft alveg eins út og bifgróin og synda um í
vatninu, þangað til samruni þeirra fer fram, en missa þá bifþræðina.
IJessi tegund kynæxlunar nefnist Isogami og er algeng hjá lægri teg-
undum þörunga. Stundum losna kynfrumurnar ekki úr móðurfrum-
unum, sem mynda þær. Móðnrfrumurnar (Gametangien) leggjast þá
hvor upp að annarri og vaxa þannig sanran í bili að kynfrumurnar
geta sameinast og myndað okfrumuna. Kallast þetta Konjugation og
er sérkennileg fyrir grænþörungaættbálkinn Conjugatae.
Algengara er það við kynæxlun þörunganna, að nokkur munur sé
á kynfrumunum. Er þá kvenkynfruman stærri og jafnan án eigin
hreyfingar og nefnist þá eggfruma, en karlkynfruman, sem er minni
og lneyfir sig með bifþráðum, nefnist frjófruma. Eggfrumurnar
myndast ein eða fleiri saman í sérstökum hirzlum, egghirzlum
(Oogonium), en frjófrumurnar margar saman í frjóhirzlum (An-
theridium). Eggin frjóvgast ýmist utan egghirzlunnar eða innan
hennar. Þessi tegund kynæxlunar nefnist Oogami, eða eggfrjógun.
Eggfrjóvgunin er oft mjög margbrotin hjá æðri þörungum. Getur
hún farið fram á margvíslegan hátt og eru plöntuhlutar þeir, sem
starf þetta hafa á hendi af ýmsum gerðurn og stærðum. Okfruman
skiptir sér stundum í ákveðinn fjölda gróa, sem lraga sér eins og
venjuleg bifgró. í öðrum tilfellum vex ný planta beint upp af ok-
frumunni.
Telja má að grasfræðilegar rannsóknir hefjist hér á íslandi með
ferðum þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar á árunum
1752—1757. Þar sem Eggert og Bjarni höfðu mjög margt að athuga
á ferðum sínum um landið, var alls ekki hægt að búast við því, að
þeir hefðu mikinn tíma til rannsókna á lægstu jurtaflokkunum,
enda var þekking nranna á þessum jurtum ennþá mjög lítil. í ferða-