Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 46
40
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Á hinn bóginn eru margvíslegar verkanir blóðsins bundnar við
eggjahvítuefni blóðvökvans, má því oft notast við blóðvökvann ein-
ann eða viss eggjahvítuefnasambönd hans.Bióðvökvannmáþurrkaog
geyma, og hefir hann mikið verið notaður í stríðinu, og liafa millj-
ónir manna gefið blóð sitt í þessu skyni. Hefir iiann rnikið verið
notaður bæði til þess að lækna taugaáföll (,,shock“) og eins til þess að
koma í veg fyrir að menn fái þau. Slysataugaáföll stafa oftast af
skyndilegri rúmtaksminnkun blóðsins vegna blóðmissis og vöntunar
á eggjahvítuefnum blóðvökvans. Hringrás blóðsins verður ófull-
komin vegna blóðskorts eða öllu heldur vegna blóðþykknunar, sem
stafar af meiri missi blóðvökva en rauðra blóðkorna. Úr þessu er
bætt með því að auka blóðmagnið svo, að það verði eðlilegt, og kemst
þá blóðrásin aftur í samt lag. Blóðmagnið má þarna auka með því
að dæla inn uppleystum eggjalivítuefnum blóðvökvans. Eggjahvítu-
efni eru efni, senr hafa stórar sameindir, þau eru mjög flókin og
margþætt að gerð og samsetningu, enda eru þau þýðingarmesti efni-
viður líkamans. Eggjahvítuefni blóðvökvans eru næsta margbreyti-
leg að stærð og lögun. Minnsta stærð þeirra, gildleikinn, er sem næst
hinn sarni fyrir þau öll og er um það bil fimmfaldur gildleiki sykur-
sameinda. Litlar sameindir skolast auðveldlega úr blóðinu og út í
vefina eða í gegnum nýrun, og eru þær því síður til þess fallnar að
fyrirbyggja og lækna taugaáföll en blóðvökva-eggjalivítuefnin, sem
vegna stærðar sinnar skolast ekki úr blóðinu.
Tveir þriðju hlutar eggjahvítusameinda blóðvökvans eru þeirrar
tegundar, sem nefnist albumin, og er það efni, sem fyrst og fremst
viðheldur rúmtaki blóðsins. Albumin sameindirnar eru minnstar
alira blóðvökva-sameindanna, þær eru því næst hnattlaga, auðupp-
leystar í vatni og stöðugastar allra blóðvökvasameinda. Er því auð-
velt að útbúa úr þeim sterka upplausn, sem rennur eins vel og blóð
og verkar læknandi á taugaáföll. Efni þetta hefir því oft kontið að
góðu haldi.
Við vinnslu albumins úr blóðvökvanum næst til annarra eggja-
hvítuefna blóðvökvans, og eru margs konar læknisfræðileg not af
þeim. Má aðgreina blóðvökvaeggjalivítuefnin á ýmsan hátt. Náskyld
eggjahvítuefni má aðgreina t. d. með því að notfæra sér mismunandi
uppleysanleika þeirra í vatnieðavatns-vínandablöndumviðmismun-
andi sýrustig og hitastig. Hafi það tekizt, að gera ákveðna tegund
eggjahvítuefnanna lítt uppleysanlega, má skilja botnfallið frá í sér-
stakri skilvindu og síðan þurrka það að hvítn dufti, sem geyma má
eins lengi og verkast vill.
Annað efni í blóðvökvanum nefnist fibrinogen. Það er miklu