Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 14

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 14
8 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN nefna Tateratter. Þær voru að keppa við þorskinn um sandsílið, steyptu sér argandi niður í sjóinn, en hófu sig samstundis til flugs aftur með spriklandi sandsíli í nefinu. Þessi geysimikla þorsktorfa var náttúrufyrirbrigði, sem ég mun aldrei gleyma. Daginn eftir var kornið verra veður, rigning og stormur, og nú var ekki hægt að veiða einn einasta þorsk á nákvæmlega sama stað og við höfðum getað veitt það, sem við vildum daginn áður. Ritan var einnig farin veg allrar veraldar. Snemma á sumri, í maí og júní, hefi ég oft verið sjónarvottur að jrví, jregar þorskurinn er að elta loðnuna. Þessi litli fiskur gengur þá í stórurn torfurn alveg upp að fjörusteinunum, og Grænlendingar ausa lionum upp með háfum, láta sólina þurrka hann á hleinunum og geyma liann síðan til lmndafóðurs til Vetrarins. Ég liefi sjálfur tekið þátt í jreirri skemmtilegu vinnu, að ausa loðnustöppunni upp úr nót, sem dregin hafði verið að landi. Ennþá skemmtilegra er ]>að þó að sjá þorskinn elta loðnutorfurnar. Ég liefi oftar en einu sinni verið á ferð á vélbátnum mínum í fögrum lirði á Suður-Grænlandi að næturlagi, í maí eða júní. Þó að við séum hér l'yrir sunnan ríki miðnætursólarinnar, þá er vel bjart um ])et.ta leyti árs, einnig á nótt- unni. Hafrænukulið frá því um daginn áður hefur dáið út og fjörð- urinn er sléttur eins og spegilgler. Allt í einu l'er sjórinn að ókyrrast á stóru svæði, rétt eins og ósýnilegur vindur ýfi yfirborðið. Ókyrrðin færist fljótt í vöxt og óðar en varir er engu líkara en sjórinn sé farinn að sjóða. Það er eins og það skíni í yfirborðið. Þarna eru þúsundir af loðnu á fleygiferð í áttina til lands. Utan við torfuna heyrast um- brot mikil og skvettur. Þar er á ferðinni torfa af stórþorski. Hann ræðst áfram í blindni og stekkur stundum hátt upp úr sjónum. Hann beitir vöðvunum og sporðugganum af alefli, rennir sér upp í loftið, kastast áfram í loftinu örfá augriablik og fellur svo með skvettum og gauragangi niður í sjóinn aftur. Það er engu líkara en þorskurinn hagi árásinni eftir ákveðinni áætlun, sem hann hefur gert. Hundruð og þúsundir af honum virðast synda hlið við hlið á eftir ioðnutorf- unni og reka ltana smátt og smátt alveg upp undir land. Loðnan, sem virðist vera skelfd af angist, gætir einskis nema að komast sem fyrst undan, rnargar stökkva langt upp úr sjónum og lenda að lokum lengst upp í fjöru, þar sem þær líggja spriklandi um stund, þangað til þær deyja og verða hröfnum og tófu að bráð. Hrafnar og tófur hafa nóg fyrir sig að leggja, meðan á loðnutímanum stendur. Einu sinni, þegar ég kom í lítið þorp sem heitir Kapisigdlid, við Godthaabsfjörðinn, var mikið um að vera. Hver, sem vettlingi gat valdið, var kominn niður að sjó til að ausa upp loðnunni. Þetta var

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.