Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 20
14
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
kaldi sjórinn að norðan, sem leggur allt undir hafís mikinn hluta
vetrarins, kemst eigi alla leið hingað suður. Þótt hrygningin sé þann-
ig takmörkuð við ákveðin svæði, finnum við 1Q—15 cm. langan, árs-
gamlan ungþorsk utan þeirra, eins og t. d. við Julianehaab-hérað til
suðurs og í Diskóflóa til norðurs, en skýringin á því hlýtur að vera
sú, að þorskslirfurnar berist þangað með straumunum og alist þar
upp. Líklegast er að þorsklirfurnar, sem við finnum í Diskóflóanum
séu komnar frá miðunum í Diskósundi, en lirfurnar við Juliane-
liaab frá íslandi. Þessu síðara til sönnunar má nefna það, að rann-
sóknir danska fiskirannsóknarskipsins ,,Dana“ hafa leitt í ljós, að
fiskilirfur hafa borizt með straumunum frá íslandi til Grænlands,
einmitt þessi árin.
Merkingar á þorski hafa sannað það, að á þessu tímabili hefur
verið mikil gengd af þorski frá Grænlandi til íslands, til þess að
lnygna. Þorskurinn hefur þá horfið af Grænlandsmiðum undir
haustið, þegar veturinn fór í hönd og verið kominn á hrygningar-
stöðvarnar við ísland næsta vor. Á einu ári hafa veiðzt við ísland eigi
færri en 66 þorskar, sem merktir höfðu verið við Grænland. Göng-
ur jiorsksins frá Grænlandi til íslands virðast ekki hafa látið jafn
mikið til sín taka öll árin, heldur verið nokkuð breytilegar og það
hefur komið í ljós, að mestur hefur lóðaaflinn við Island verið þau
árin, sem sannast hefur um miklar göngur af þorskiþangaðfráGræn-
landi. Þannig hafa fiskigöngurnar þaðan til íslands haft mikil áhrit'
á aflabrögð á íslandsmiðum. Mestar hafa göngurnar verið frá suð-
lægari hlutum Vestur-Grænlands, eins og Godthaab-, Sukkertoppen-
og Holstensborg-héruðum, minni frá Julianehaab- og Frederiks-
héruðum, litlar, sem engar frá Egedeminde-héraði og alls engar frá
liéruðunum Jrar fyrir norðan.
Merkingar, senr gerðar hafa verið á þorski á hrygningarstöðvun-
um við ísland, hafa einnig leitt í ljós, að Jrorskurinn gengur þaðan
til Grænlands. Þó virðast ekki vera jafn mikil brögð að slíkum göng-
um, eins og göngunum austur um, frá Grænlandi til íslands. Líklegt
er þó, að mikið af Grænlands-þorskinum hverfi aftur vestur um haf,
eftir að hrygningunni er lokið. Merkilegt er það, að aldrei hefur
veiðzt þorskur, sem merktur hefur verið við Grænland á miðum Ný-
fundnalands og eigi er til nein vitneskja um það, að þorskur hafi
gengið Jraðan til Grænlands, enda þótt Ný-fundnalandsmenn hafi
lagt mikið kapp á þorskmerkingar. Virðist því vera lítið eða ekkert
samband á milli þorsksstofnsins við Grænland og austurströnd Norð-
ur-Ameríku. Einnig er á það að líta, að ameríski þorskurinn hefur
hærri hryggjarliðafjölda og liærri fjölda bakuggageisla, heldur en sá