Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 5

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 5
GERLARNIR í SJÓNUM 51 Sé þessu efni, sem vantar, bætt í, getur vöxturinn haldið áfrarn, meðan það endist eða þar til eitthvert annað efni gengur til þurrðar eða annað skilyrði bregzt, eins og t. d., að ekki sé lengur nægilegt rúm fyrir hendi. Þetta er lögmálið um hin takmarkandi lágmarks- skilyrði, lágmarkslögmálið. í sjónum finnst meira eða minna af öllum þeim efnum, sem til eru í jarðskorpunni. Er það eðlileg afleiðing þess, að ár og lækir Iiafa öld eftir öld borið í sjóinn alls konar efni frá þurrlendinu. Vatnið hefur smátt og smátt skolað með sér nokkru af efnum jruiT- lendisins, mest hinum auðleystustu, eins og t. d. matarsalti, en minna af þeim, sem torleystari eru, eins og t. d. járn- og kísilsam- böndum. í sjónum finnast því að sjálfsögðu öll þau efni, sem hinum frumbjarga lífverum, þ. e. grænum plöntum og frumbjarga gerlum, eru nauðsynleg til vaxtar og viðgangs. Af rnörgum slíkum efnum er líka miklu meira en nóg í sjónum, en af öðrum er lítið og af 2—3 svo lítið, að þau verða takmarkandi efni, þ. e. magn þeirra setur plöntugróðrinum og þá um leið dýralífinu í sjónum takmörk. TAFLA I. Líffrœðilega mikilvœg frumefni i sjónum (K. Kalle, 1945). Magn í 100 g af Magn í 1 m3 af sjávarlífverum sjó með 35 pro (miðað við þurrefni) mille af söltum Frumefni e f f/e Vatnsefni 7 g' — Natríunr 3 cr 10,75 kg 3600 Kalíum 1 g 390 g 390 Magnesíum 0,4 g 1,3 kg 3300 Kalsíum 0,5 g 416 cr Ö 830 Kolefni 30 cr ö 28 g 1 Kísill 0,5 g1 500 mg 1 — 10 g2 500 mg 0,05 Köfnunarefni 5 g 300 mg 0,06 Fosfór 0,6 g 30 • mg 0,05 Súrefni (sem 02 og COo) . . 47 g 90 g 2 Brennisteinn 1 g 900 g 900 Klór 4 g 19,3 kg 4800 Kopar 5 mg 10 mg 2 1) lífverur almennt, 2) kísilþörungar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.