Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 32

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 32
78 NÁTTÚRUFRÆBINGURINN Lundinn (prófasturinn) kemur um sumarmál að eyjunum og fer í ágúst—sept. á haustin. Hann er harðger og duglegur, heldur vel hópinn og er félagslyndur. Holur sínar grefur hann svo þétt, þar sem laus jarðvegur er í eyjunum, að ekki verður fæti stigið niður á milli þeirra. Hann er mjög veiddur, einkum kofan (unginn). Kjöt hans og fiður er mjög verðmætt. Eggið er aðeins eitt, gráhvítt að lit. Teistan er staðfugl og algengur varpfugl í eyjunum. Hún er svo einræn og sundurlynd sem lundinn er félagslyndur. Hún gerir sér ómerkileg hreiður milli steina og í grjótgörðum og verpur þar. Eggin eru tvö. Hún er hér til nokkurra nytja. Ritan er allalgengur varpfugl í klettum og björgum. Hún er far- fugl, en kemur fugla fyrst úr ferðalaginu, oft um miðjan marz. Eggin eru 2. Oft verða mikil vanhöld í rituvarpinu. Klettarnir, sem hún' verpur í, eru víða ekki liærri en svo, að sjór gengur yfir þá, ef lnet og stórbrim gerir um varptímann, og skolast þá egg og ungar burt. Fýll er nokkuð algengur á sömu slóðum og ritan, einkum á síð- ustu árum. Hann á aðeins eitt egg. Hann er svo spakur á hreiðrinu, að stundum má ganga fast að því, án þess að hann lneyfi sig. Ekki er liægt að telja liann til nytjafugla í Breiðafjarðareyjum, og svipað má segja um rituna. Skarfur verpur í mörgum skerjum á Breiðafirði svo þétt, að ltreið- ur er við hreiður. Líka verpur liann í afskekktum eyjum, einkum þeim, sem girtar eru klettum með sjó fram. Hann er ákaflega féíags- lyndur, en styggur og skiptir oft um varpstaði. Hann er því liálfgerð- ur fiakkari, þó að hann sé staðfugl. Hann verpur fugla fyrst á vorin (jafnvel að vetrinum, því að fundið hef ég skarf orpinn á gÓu). Eggin eru venjidega 3, lítil, ljósblá að lit. Hann er til nokkurra nytja, því að unginn gefur af sér mikið og gott kjöt. — Þetta, sem hér hefur verið sagt, á við um báðar tegundir skarfsins: dílaskarf og toppskarf. Þeir verpa að vísu ekki mjög mikið í sömu „byggðinni“, en iifnaðar- hættirnir eru hinir sömu. Svartbakur (veiðibjalla) verpur meira og minna um allar eyjar á Breiðafirði. Hann er stór fugl og fagur, herskár og sterkur, og drepur árlega ógrynni af æðarlugli og öðrum nytjafugli. Og ekki vílar hann liann fyrir sér að ráðast á unglömb, ef svo ber undir. Hann er því illa þokkaður af mörgum. En til nokkurra nytja er hann. Hann ræktar mjög jörðina, þar sem hann verpur þétt í eyjum, og egg hans eru stór og Ijúffeng. Þau eru venjulega þrjú. Kjói verpur þar og hér um eyjarnar. Hann er svo flugfimur, að

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.