Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 33
FUGLAR í BREIfiAFJARWAREYJUM 79 enginn fugl þarf að þreyta við hann þá list. Lifir Iiann á því tímum saman að elta uppi aðra fugla og ræna þá síli, er þeir bera í nefinu til unga sinna í hreiðrinu. Hann er og geysilegur eggjaræningi. En sín egg ver Iiann af mikilli hreysti og hugprýði, ef komið er nærri hreiðrinu. Þau eru venjulega tvö. Hann er farfúgl, og mundi enginn sjá eftir, þó að hann kveddi fyrir fullt og allt einhvert haustið og léti ekki sjá sig framar. Kría verpur í hverri ey á f'rðinum. En henni hefur fækkað mjög á seinni árum. Hún er svo vel heima í tímatalinu, að það bregzt ekki, að hún konti 14. maí á hverju vori. Egg liénnar eru líkust svartbakseggjum að gæðum. Tjaldur verpur liér og þar í hólmum og skerjum. Hann á þrjú egg. Hreiðrið sitt ver hann duglega og gerir dálítið að því að reka svartbak og aðra eggjaræningja úr varplöndum. Sérstaklega er hon- um uppsigað við hrafninn. Hann er staðfugl að mestu leyti. Hrafninn er staðfugl í eyjunum eins og annars staðar á landi hér. Hann verpur hér og þar í klettum og rænir eggjum og ungum ann- arra fugla, ]ió aldrei í námunda við hreiðrið sitt. — Það gerir liann af klókskap. Hreiður Iians er hlýtt og oft vel gert. Venjulega á hann 5 egg. Stelkiir er algengur varpfugl í mýrum og móum. 4 egg. I góðum vetrum er slangur af honum í fjörunum allan veturinn. Óðinshani (skrifari) verpur dálítið í mýrum og á tjarnarbökkum. Algjör farfugl. Þórshani er sjaldgæfari en óðinshaninn, en verpur á svipuðum slóðum. Algjör farfugl. Rauðhrystingur kemur í stórum flokkum á vorin, á leið sinni til varpstöðvanna norður í óbyggðum á Grænlandi. Hefur aldrei orpið í eyjunum, svo að vitað sé með vissu. Sandlóa er algeng. Verpur á sandbökkum við sjóinn. Á 4 egg. Sendlingur er algengur allt árið, en verpur livergi í eyjunum. Tildra er nokkuð algeng allt árið, einkum í ytri eyjunum, en verpur þar hvergi. Heiðlóa er algeng haust og vor, og ber við, að luin verpur úti í eyjunum. Á 4 egg. Lóuþrœll er oft innan um lóuhópana haust og vor, en verpur ekki í eyjunum. Spói er algengur haust og vor, en verpur ekki út til eyjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.