Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 38

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 38
Þórir Baldvinsson: Eldfjöll á Aleuteyjum Þegar Bandaríkjamenn keyptu Alaska af Rússum árið 1868, fylgdi með í kaupunum eyjabálkur einn mikill, er Aleuteyjar nefnist. Eyjar þessar Hggja í sveig vestur af Alaskaskaga, en hann teygir sig til suðvesturs frá meginlandi Alaska, langt í haf út. Eyjabálkurinn er um 2500 krn að lengd og nær rúmlega tvo þriðju liluta af leiðinni yfir liafið rnilli Alaska og Kamtsjatka. Norðan eyjanna liggur Ber- ingshaf, en sunnan Kyrrahaf. Allt frá 1741, en þá er talið, að eyjarnar liafi fundizt, og fram til síðustu aldamóta voru eyjarnar lítt kunnar öðrunr en veiðimönnum og fiskimönnum. En nú er öldin önnur. Þó varð á þessu mest breyt- ing í nýafstaðinni styrjöld, en þá höfðu Bandaríkjamenn miklar flota- og flugstöðvar víðs vegar um eyjarnar og mældu þá og athug- uðu hvern krók og kima. Aleuteyjar eru ákaflega eldbrunnar. Eru þar um 80 stærri og smærri eldstöðvar. Frá því árið 1760 er kunnugt, að 39 þessara eld- stöðva hafa gosið og sumar þeirra mörgum sinnum. Nokkrar eru sí- rjúkandi. Mest þeirra eldgosa, sem menn vita til, að orðið hafi á þessum slóðum, er sprengigosið í fjallinu Katmai á Alaskaskaga árið 1912. Skaginn er allur meira og minna eldbrunninn, og liggur sá eldfjalla- bálkur langt inn í meginland Alaska. Við gosið í Katmai myndaðist hinn frægi „Þúsundreykjadalur" (Valley of Ten Thousand Smokes). Hæsta eldfjall eyjanna er Shishaldin á eynni Unimak. Það er 1200 m á hæð og gaus bæði árin 1946 og 1947. Shisaldin er fagurlega lög- uð keila og þykir að svipbragði minna á Fúsjíjama, hið fræga fjall í Japan. Þá er Bogoslof, sem aðeins skýtur upp kollinum meðah það er að gjósa, en hverfur í sæ þess á milli. Síðast hvarf það árið 1927 og hafði þá verið ofansjávar í fjögur ár, enda gosið stöðugt allan tímann.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.