Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 20
66 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Á fyrstu öldum e. Kr. hefur verið umfangsmikil pappírsframleiðsla í Kína og pappír verið framleiddur víða. Kínverjum lærðist og að prenta bækur. Skáru þeir út teikn sín í tré, eitt fyrir hvert orð, og prentuðú síðan bækur sínar með þeim. Og það var engin minni háttar bókaútgáfa, sem þar átti sér stað. Um 900 e. Kr. létu t. d. keisararnir gefa út rit hinna klassísku kínversku liöfunda. Það voru 5,000 bindi og alls 130,000 blaðsíður. Hefur pappírinn í Kína átt sinn mikla þátt í liinu frjósama menningarlífi Kínverja á þessum öldum, eigi síður en papýrusinn í Miðjarðarhafslöndunum. IV. Sigurför pappírsins. Þess er víða getið, að Kínverjar hafi reynt að halda því leyndu, hvernig pappír var framleiddur. En lengi hefur þeim ekki lialdizt á leyndarmáli sínu, enda erfitt um vik, þegar ekki er um margbrotn- ari framleiðslu að ræða, sem mörgum hefur verið kunn í Kína. Kunnáttan í pappírsgerð barst vestur á bóginn. I Túrkestan Iiafa t. d. fundizt foinleifar, er bera það með sér, að þar er pappír gerður um 200 e. Kr., og á 3. og 4. öld kemur pappírinn Jiar algerlega í stað- inn fyrir trjávið lil skrásetningar. Um miðja 8. öld er farið að fram- leiða pappír í borginni Samarkand. Eru til sagnir um það, hvernig pappírsgerðin barst Jrangað. Árið 751 var ófriður í Túrkestan, og börðust tveir höfðingjar um völdin. Arabahöfðingi sá, sem sigraði, tók margt fanga, þar á meðal allmarga Kínverja, er kunnu pappírs- gerð. Þeir voru látnir framleiða pappír í Samarkand og kenna öðrum list sína. Upp frá þessu barst kunnáttan óðfluga vestur til Miðjarðar- hafslandanna. Árið 793 var farið að framleiða pappír í Bagdað og litlu síðar í Damaskus. Það flýtti og fyrir útbreiðslu pappírsins á Jiessum slóðum, að um Jressar mundir réðu ríkjum kalífar af ætt Abbasídanna, sem höfðu mikinn áhuga á menningu þegna sinna og styrktu mjög bókmenntir og aðrar listir. Pappírinn kom þeim Jrví í góðar þarfir, enda mikið framleiddur, einkum í Damaskus, og um 900 hafði hann útrýmt papýrusnum, er verið hal'ði þjóðunum við Miðjarðarhaf lil hins mesta gagns í aldaraðir. Pappírsgerðin berst til Evrópu að tveim leiðum. Hún barst með Márunum til Spánar um miðja 12. ökl og til Ítalíu á síðari helmingi 13. aldar. Frá Ítalíu, ef til vill einnig frá Spáni, barst papp- írsgerðin til Frakklands og Þýzkalands, og er larið að framleiða papp- ír í báðum Jressum löndum í byrjun 1'4. aldar. Allar miðaldirnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.