Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 30
Bergsveinn Skúlason: Fuglar í Breiðafjarðareyjum Þær eru ekki ýkja raargar i'uglategundirnar íslenzkar, sem aldrei lrafa heimsótt eyjarnar á Breiðafirði. Margar verpa þar og eiga þar föst heimkynni árið um kring. Aðrar stinga þar við stafni, sem gestir, á flakki sínu um og umhverfis landið. En eins og að líkum lætur og sjást mun af þeirri ófullkomnu upptalningu, sem fer hér á eftir, eru það þó sjófuglarnir, sem setja liér svijr sinn á fuglalífið. Fyrst skal þá frægan telja ceðarfuglinn. Hann er nytsamastur allra íslenzkra fugla. Dúnninn gefur honum gildi sitt. Æðarfuglinn er alfriðaður. í Breiðafirði verpa tugþúsundir af honurn á hverju vori. Og eyjarnar eiga það beinlínis lionum að þakka, að þær eru byggðar og nytjaðar sem sérstök ábýli fram á þennan dag. Æðarfuglinn er mjög félagslyndur. í einstöku eyjum verpur hann svo þétt, að vart verður fæti stigið niður milli lire'ðranna. En óvíða er samt svo þétt setið. Bre'ðafjarðareyjar eru, senr kunnugt er, „ótelj- andi“, og er varpið víðast nokkuð gisið. Blikinn hjálpar konu sinni við hreiðurgerðina, sent oftast er ákaf- lega ómerkileg, situr síðan yfir lrenni nokkra daga, meðan hún er að spekjast á hreiðrinu. Síðan ekki söguna meir. Hans hlulverki í varplandinu er lokið, og hann hefur sig á brott. Ótryggur eigin- maður það! Æðarfugiinn er spakur þar, sem vel er farið að honum. Mætti ef til vill segja, að hann væri orðinn hálftaminn. — Meðan túnin í eyj- unum voru lítt ræktuð og þýfð, var mikið æðarvarp í þeim. Nú er það minna. Kofian fer að verpa um miðjan maí. Hún á 4—6 egg. Það tekur hana 3—4 vikur að unga þeim út. Eftir að hún hefur „leitt út“, hverfur meginþorri hennar frá varpstöðunum í eyjunum og heldur til lands með ungana. Þar elur hún þá upp á vöðlurn við árósa, þar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.