Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 23
l’APPÍR 69 það sem af er þessari öld. Pappírsskortur líðandi árs er þá aðeins fyrirboði þess, er síðar verður í ríkari mæli. VI. Viðarslíp, aðalhráefnið i dagblaðapappir. Hráefni þau, sem notuð eru í pappír, eru aðallega tvenns konar, annars vegar el'ni þau, sem eru trefjakennd og halda blaðinu sarnan, en liins vegar ýmiss konar fylliefni, sem oftast eru aðallega notuð til drýginda, enn fremur límandi efni og litandi efni, þegar svo ber undir. Fyrst skal nú getið þess efnisins, senr talizt getur hvort tveggja í senn, fylliefni og trefjakennt efni, enda er pappír sá, sem úr því er gerður, langalgengastur allra pappírstegunda. Hann er dagblaða- pappírinn, en efnið er svonefnt viðarslíp eða slípmassi. Slípið er framleitt úr trjáviði, einkum greni. Er trjástofnunum þá þrýst fast upp að hverfisteini, sem er úr sandsteini og á sífelldri hreyfingu. En vatn er stöðugt látið renna á steininn, og slípast þá trefjakennd- ur mulningur af viðnum, unz hann er að fullu þrotinn, en viðar- slípið rennur frá sem trefjagrautur. Vatnið er fyrst síað frá, en síðan eru trefjarnar pressaðar til að ná sem mestu vatni úr þeirn og að lokum þurrkaðar Viðarslíp er aðallega notað til framleiðslu pappa og pappírs. Trefjarnar þurfa því að geta myndað samanliangandi blað, þær þurfa að geta flækzt saman og tengzt svo hver annarri, að þær losni ekki í sundur, þótt blaðið þorni. Hafi þær ekki þenna eiginleika, eru þær gagnslausar eða gagnslitlar til framleiðslu pappírs. Er þetta því hinn mikilsverðasti eiginleiki þeirra. Að því ber að stefna við framleiðsluna, að þær liafi þenna bindandi eiginleika í sem ríkust- um mæli. Og það skiptir mestu í því sambandi, hvernig slípun við- arins er liagað. Ef viðurinn er ekki slípaður niður eftir vissum regl- um, getur svo farið, að trefjarnar bindist alls ekki hver annarri. Þegar trjáviður er slípaður með réttum hætti og vatn leikur um hann, ummyndast trefjarnar á yfirborðinu kemískt, þær verða meira eða minna hlaupkenndar vegna vatns þess, sem þær taka í sig og binda. Er þessi ummyndun nefnd vatnsl)inding eða liýdratíserun, en hið hlaupkennda yzta lag gel. Trefjar, sem hafa bundizt vatni á yfirborðinu, tengjast fastar hver annarri, þegar þær þorna, en trefj- ar, sem hafa ekki bundizt vatni. Er það þessi ummyndun trefjanna og eiginleikar henni samfara, sem valda því, að hægt er yfirleitt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.